einu sinni var...

mánudagur, október 03, 2005

ekki mikil afköst hjá manni undanfarið. bloggaði eitthvað um daginn en tölvan fraus og allt datt út. er annars búinn að vera giftur vinnunni minni síðan ég kom heim. ískyggilegt hvað tíminn er fljótur að líða. ætti að vera að byrja í skólanum útí hefði ég haldið áfram en þess í stað stimpla ég mig bara inn hjá tískumafíunni kl.9 í fyrramálið. sérstök tilfinning að halda ekki áfram. veit samt að það eru aðrir hlutir sem bíða handan við hornið. fór til parísar via köben um seinustu helgi, kom svo heim á miðvikudaginn. þegar ég var lentur á charles de gaulle flugvellinum og labbaði inn flugstöðina fékk ég nú nettann hnút í magann, munandi eftir því þegar ég var þar seinast í júní með 120kg, fullt af pokum og pinklum ásamt því að vera með massífa lungnabólgu og mættur á völlin 30min fyrir brottför. ég held að ég hefði dáið hefði edouard vinur minn og elize kærastan hans ekki verið þarna með mér. parísarborgin leit annars bara vel útí haustlitunum, hlýtt en smá vindur. eitthvað annað en vetrarveðrið sem er boðið upp á hérna á íslandi.
keypti mér nip/tuck seríu 2 útí. varð mega fan eftir seríu 1 og var að enda við að klára boxið sem ég keypti úti. er dr. christian troy ekki ein skemmtilegasta dirty bastard týpa sem hefur verið kynnt til sögunnar? ég bara spyr.
annars var þessi helgi bara nokk góð. staffadjamm með retro crewinu á tapas og vegó í gær. mikið drukkið, reykt og dansað. svo er voða gaman í vikunni en þá kemur hún dillan til landsins og ég hún og harpa ætlum að gera eitthvað ríkisbubba. hlakka svo mikið til.

4 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home