einu sinni var...

föstudagur, júní 03, 2005

smá könnun

smá window shopping í dag - óskalistinn er langur en 3 atriði eru offreistandi, málið er að ég ætla að kaupa bara 2(enda örugglega að kaupa allt en ætla að reyna að halda í við mig :)
1.hlutur I-pod : seinast þegar ég ætla að kaupa i-pod eyddi ég öllum peningnum í kampavin, hmmmm, en það var alveg þess virði get ég sagt ykkur - var frábært kvöld.
2.hlutur gallabuxur : engar venjulegar gallabuxur get ég sagt ykkur - eru ógeðslega flottar!!!!!!!!!!!!!! alveg one of a kind þannig séð enda kosta líka sitt. veit samt að ég á eftir að nota þær lengilengilengi. verði toppar samt buxurnar sem ég keypti í amsterdam með hörpu og diljá og kostuðu þær buxur sitt.
3.hlutur skór : alltaf getur maður blómum á sig bætt eða þannig, æðislegir koníakslitaðir leðurskór, flottir við gallabxur og flottir við jakkaföt. veit að ég á eftir að nota þá mikið - langtímafjárfesting, reyndar einsog allt hitt líka. allavega er nettur valkvíði í boðinu - erfitt þegar manni langar í allt.
fv.fjármálaráðgjafinn minn er vinsamlegast beðin um að commenta á þetta + að láta mig vita hvort hún sé í barcelona 14-21júní

já og heimferðin er komin á hreint - lendi á miðnætti 24júní sem er flöskudagur - Harpa þú ert skyldug til að vera í frí og halda partý hehe

á tout á l´heure

3 Comments:

 • At 1:13 e.h., Blogger Dilja said…

  rikisbubbinn hvetur thig ad kaupa alla 3 hlutina! thu ert nu solumadur og getur selt sjalfum ther hvad sem er ahhahahha

  ja va! party a bravallagotu a jonsmessunott, vid skulum velta okkur nakin i dogginni. Spurning um ad taka nakin a moti ther, med talandi belju mer vid hlid...

  pæling?

   
 • At 2:53 e.h., Blogger Soley said…

  Fjármálaráðgjafinn talar: ég hef farið yfir bókhaldið og komist að þeirri niðurstöðu að fyrir þig er allt sem kostar meira en 20 evrur er dýrt!
  En þar sem þú ert búin með 1 ár í skólanum máttu halda uppá það með kaupum á jafnvel 1 hlut sem kostar meira..

  P.S. þú skuldar mér laun síðan 1998 til dagsins i dag sem fjármálráðgjafi

  Sóley talar: ég keypti mér geðveikta gullskó um daginn.. voru reyndar fjárfesting... en alveg þess virði að borða pasta í 2 mánuði..
  ég verð í barcelona þessa daga.. er reyndar í spænsku en það er bara fyrir hádegi.. segðu mér þegar þú ert búin að ákveða

   
 • At 1:28 f.h., Blogger bjarkito said…

  já diljá einmitt það sem ég var að reyna að gera - keyptu þetta bara allt saman, átt það svo sannarlega skilið - ég veit ekki með ykkur en þetta hljómar frábærlega í mínum eyrum
  held að ég hafi aldrei farið eftir ráðgjöf fjármálaráðgjafans míns - gott samt að hafa hann,nauðsynlegt.
  sóley - tll hamingju með fjárfestinguna! læt þig vita með dags.setningarnar

   

Skrifa ummæli

<< Home