einu sinni var...

mánudagur, júní 13, 2005

smá fréttir

búið að vera svo mikið að gera + var lengi að jafna mig eftir allt stressið í seinustu viku. annað stress tekið við: hvernig á ég að koma öllu draslinu mínu heim -100kg veit ekki hvernig ég á að fara að því??? verðlaunaði mig um helgina með einu atriði af óskalistanum - svo ánægður með kallinn !!!
barcelona á morgun , 1 vika í sól og gleði - get ekki beðið
svo föstudagurinn í næstu viku þá verð ég á leiðinni heim.
12 dagar til stefnu

miðvikudagur, júní 08, 2005

loksins búinn

jæja þá er maður loksins búinn í skolanum og við manni blasir fallegt sumar. eftir angist,stress og svefnlausar nætur tókst mér að rúlla upp dómnefndinni með verkefnunum mínum and it felt good!!!!!!!!!!!!!!!! :) fékk svo að vita í dag að allt væri okey þ.e. öll vinnan í gegnum árið þannig að ég væri velkominn á 2árið. jibbííiiii.....................
partý hjá Lindu í kvöld og svo smá ferðalega til Champagne héraðsins á fimmtudag, kíkt á vínekrur og svona - virkar mjög spennandi..... og svo bara barcelona í næstu viku og svo slúttpartý skólans og svo minns bara kominn heim. tíminn er stundum allt of fljótur að líða

föstudagur, júní 03, 2005

smá könnun

smá window shopping í dag - óskalistinn er langur en 3 atriði eru offreistandi, málið er að ég ætla að kaupa bara 2(enda örugglega að kaupa allt en ætla að reyna að halda í við mig :)
1.hlutur I-pod : seinast þegar ég ætla að kaupa i-pod eyddi ég öllum peningnum í kampavin, hmmmm, en það var alveg þess virði get ég sagt ykkur - var frábært kvöld.
2.hlutur gallabuxur : engar venjulegar gallabuxur get ég sagt ykkur - eru ógeðslega flottar!!!!!!!!!!!!!! alveg one of a kind þannig séð enda kosta líka sitt. veit samt að ég á eftir að nota þær lengilengilengi. verði toppar samt buxurnar sem ég keypti í amsterdam með hörpu og diljá og kostuðu þær buxur sitt.
3.hlutur skór : alltaf getur maður blómum á sig bætt eða þannig, æðislegir koníakslitaðir leðurskór, flottir við gallabxur og flottir við jakkaföt. veit að ég á eftir að nota þá mikið - langtímafjárfesting, reyndar einsog allt hitt líka. allavega er nettur valkvíði í boðinu - erfitt þegar manni langar í allt.
fv.fjármálaráðgjafinn minn er vinsamlegast beðin um að commenta á þetta + að láta mig vita hvort hún sé í barcelona 14-21júní

já og heimferðin er komin á hreint - lendi á miðnætti 24júní sem er flöskudagur - Harpa þú ert skyldug til að vera í frí og halda partý hehe

á tout á l´heure