einu sinni var...

laugardagur, maí 21, 2005

vikan sem leið

nokkrir punktar úr vikunni:
* voða góðar fréttir frá danmörku - eitthvað sem ég var svo tvísýnn um
* verið á milljón að klára verkefni
* fengið hrós fyrir þessi verkefni
* hlegið og hlegið og hlegið ennþá meira
* horft á nip/tuck seriuna sem er alveg með því besta í framhaldsdrama sem ég hef séð í langan tíma, ég meina dr.Troy... það er enginn honum líkur.
* horft á júróvisíon á rúmenska rúv þar sem france sýndi ekki frá undankeppninni - mjög fyndið þar sem rúmenska er að mig minnir latin mál þannig að mar skildi svona bits and pieces.
* vonbrigði með showið og þetta allt saman - þessi víðu kranaskot voru eitthvað sem ekki var að gera sig fyrir aumingja selmu.
* mikil ánægja með íslensku búningana!!! hvað er að fólki, búningarnir voru mjög flottir hjá henni Hildi H. Selma og stelpurnar voru bara ekkert smá chic - einsog mar myndi segja á frönsku.
*eignast aðdáenda
*upplifað miklu skemmtilegra festival en semifinal-júróvisíon en það var jesú gangan sem tók 3tíma að fara framhjá húsinu sem ég bý í. milljón manns og fullt af svona litlu böndum á pallbílum, allt undir svona afrískum blæ - brjálað show og gaman að fylgjast með þessu af svölunum.
*saknað myndavélarinnar minnar alveg ótrúlega mikið - enn í viðgerð í danmörku - helv. danskur service.
*pælingar hvernig sumarið verður......
gott í bili, farinn að læra og svo júró partý í kvöld hjá henni Kötu...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home