einu sinni var...

laugardagur, maí 14, 2005

vikan sem leið

já svoldið skrýtin vika brátt á enda. hún byrjaði nú ekkert alltof vel þar sem ég lærði alla aðfaranótt mánudagsins og fór beint í skólann á mánudagsmorgni. eitthvað sem er farið að verða að reglu hjá mér fyrir alla arkitektatíma - slæm þróun. sem betur fer eru nú tímarnir alltaf mjög áhugaverðir þannig að maður þraukar þá svona ósofinn + að nokkrir kaffibollar gera sitt gagn. einbýlishúsa verkefnið sem hver og einn er að gera með sínu nefi er komið á lokastig og gaman að sjá hvernig hlutirnir hafa þróast ólíkt hjá okkur í bekknum. sumum finnst mikilvægt að hafa öll rýmin mjög lokuð og afmörkuð meðan aðrir hafa þetta allt i einum geym með nokkrum afmörkuðum skilrúmum, svo aðrir sem vinna með dagsljósið og hvernig hægt er að stjórna því svo eitthvað sé nefnt, allt mjög áhugavert. erum reyndar búin að fá þá skipun að bæta sundlaug við verkefnið þ.e. húsið á að vera með sundlaug - einsog það sé hinn sjálfsagðasti hlutur!!!!! en þar sem þetta er nú einungis skólaverkefni þá getur maður auðvitað leyft sér hitt og þetta. Svo bý ég reyndar svo vel að því að hún Sóley Master einsog hún vill láta kalla sig !!! hehe , fór einmitt í náminu sínu í heimsókn til sundlaugafyrirtækis á spáni - þannig að sóley ef þú lest þetta þá er ég að treysta á þig með gott info!!! var einmitt að hugsa um að hafa sundlaugina mína bara eina svona rönd, eða hvað kallar maður það; sundbraut? sundlaugin mín á að vera svoleiðis enda hvað gerir maður í sundi? mar væntanlega syndir. Sumir ætla að taka annan vinkil á þetta og eru búin að setja sínar eigin árbæjarlaugar í verkefnið. fannst fyndið og á sama tíma mjög skrýtið að hafa sundlaugar sem eru stærri en 140fm, en húsið er það stort, í verkefninu sérstaklega í ljosi þess að þetta er sundlaug fyrir hjón með eitt 4ára barn sem eru ,,ímynduðu,, kúnnarnir okkar. en svona er þetta bara.... kannski er ég bara of raunsær , hmmmm ??? allavega þá kom ég heim þarna um 7leytið og fór beint í bólið, en gleymdi að slökkva á simanum mínum og var vakinn um 1leytið þ.e. 1 um nóttina , af mömmu sem var að þakka mér fyrir blómin sem við harpa sys höfðum sent henni. eftir það gat ég hreinlega ekki sofnað aftur og náði ekki að sofna fyrr en um morgunsárið sem leiddi svo til þess að ég vaknaði um tvö á hádegi og var búinn að missa af skólanum sem er ekkert sérlega vinsælt þar á bæ. þessar 4 vekjaraklukkur sem ég vakna við á morgnana voru ekki að standa sig heldur, þar kannski að bæta við þeirra fimmtu???? þau sem þekkja mig geta kannski skilið þetta enda frægt þegar ég svaf ágætan part af sólarlandarferð til Rhodos "99.
já og talandi um svefn, var að uppgötva að maður getur séð sketza úr þættinum Strákarnir á veftíví. þegar þeir vekja Jóla Fel og Guðna Bergs er bara fyndið - ætti kannski að panta svoleiðis vakningu þegar ég þarf alveg nauðsynlega að vakna:)
svo er komið á hreint að það verður einni viku bætt við skólann, ekkert við þvi að gera, bara ánægður að það voru ekki 2vikum sem var bætt við.
Fékk svo í póstinum í dag alveg voðalega skemmtilegan og flottan CD sem reyndist vera boðskortið í brúðkaupið hjá honum Atla mínum og Bryndís. þau gera hlutina alltaf með stæl og sínu nefi og diskurinn eftir því flottur!!! Ég er strax kominn með fiðring í magann fyrir þessu öllu, reyndar búinn að vera með hann síðan seinasta haust að mér var tilkynnt þetta, enda á maðurinn að vera veislustjóri ásamt bryndísi vinkonu bryndísar(skemmtilegar nöfnur það!!!!)
já svo kíkti ég aðeins inn á oprah.com til að athuga hvort hægt væri að sjá þáttinn þar sem ísland var meðal umræðuefnis. sá fína grein um þetta á vísi og nokkur comment þar sem held ég að sögðu allt sem segja þarf um þetta. á vefsvæði oprah.com þá er greinilegt að langstærstur hluti commenta þar snýr að því hvað fólki hafi blöskrað hvernig frú booty hafi látið við viðmælendur sína frekar en að eitthvað tal um hvenær ísl. stelpur fari fyrst að sofa hjá. held reyndar að einu kommentin um það hafi komið frá einhverjum ísl.konum og voru auðvitað á báða vegu. sá reyndar clip á síðunni ,,after the show,, þar sem hún spjallar aðeins við gesti í sal eftir að eiginlegur þátturinn er hættur. þar blaðara hún um að hún þurfi að losna við 10pounds og ætli að láta sprauta rezilíni í andlitið og eitthvað svona , og já að hún hafi latið nýverið setja göt í eyrun og talar einhvern veginn um að það sé ekki eðlilegt að hafa göt í eyrunum hvað þá að setja þau í á gamals aldri , lýtur svo við og segir eitthvað á þessa leið,, svanhildur, icelandic women must do this also very young þ.e. setja göt í eyrun. ekki að þetta hafi verið neitt merkilegt heldur meira tóninn sem hún sagði þetta í. hef einhvern veginn á tilfinningunni, án þess að hafa séð þáttinn, að þátturinn segi meira um Oprah Winfrey eða þá pródusentana hennar heldur en um ísland eða Svanhildi Hólm.

1 Comments:

  • At 9:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hallo bjarks..
    hver er svanhildur hólm? ja svo tegar ertu klarar husid titt.. ta heldur natturlega raedu og takkar mommu, ommu og ollum teim.. og natturrlega mer fyrir sundlaugina

     

Skrifa ummæli

<< Home