einu sinni var...

þriðjudagur, maí 17, 2005

pissað í buxurnar!

okey, eitt fyndnasta moment sem ég hef upplifað gerðist í dag.
við erum að tala um að ég hélt að ég myndi pissa í buxurnar, er ennþá með verki í maganum eftir allan hláturinn.
Allavega málið er það að á þriðjudagsmorgnum er ég í módelteikningu þ.e.a.s módel, karl eða kona, kemur og stillir sér í hinar ýmsu pósur sem geta varað allt frá 2min. til 2tíma. bara svona til að taka það fram þá eru módelin alltaf nakin.
Módelið í dag var kona á besta aldri, frekar íturvaxin og allt farið að síga svoldið mikið. sem betur fer gat spikið hvílt á rassinum á henni sem var mjög myndarlegur. svo gægðust einhverjir 2 títiprjónafætur þarna niðurundan öllu saman - minnti svoldið á söngkonuna hjá Jabba the Hut, star wars - return of the jedi, ef það segir ykkur eitthvað.
allavega við vorum búin að teikna hana í bak og fyrir allan morguninn áttum bara eftir seinustu pósuna, sem er sú lengsta 40mín, svona þannig að við gætum virkilega vandað okkur. Konan kom sér vel fyrir, lagðist á bakið,á stallinum sem hún pósar á, bætti kodda undir höfuðið þannig að það færi nú betur um sig og svona. svo er bara go hjá kennaranum og allir byrja að mála og kennarinn fer út úr stofunni. á þessu stigi eru allir voða einbeittir þannig að mar myndi heyra saumnál detta. eftir svona 5mín byrjaði ég að heyra eitthvað sem ég vissi ekki alveg hvað var þannig að ég lagði betur við hlustir. og viti menn var módelið ekki bara þá sofnað og það sem ég heyrði var eitthvað sem hún var að muldra úr svefni! okey það var fyndið en þegar konan byrjaði að hrjóta, fyrst lág og svo hærra og hærra hélt ég að ég myndi pissa í mig!!! allir voru að reyna að halda einbeitingunni og halda áfram að vinna, bíðandi eftir að kennarinn kæmi og vekti hana eða eitthvað, en það varð bara alltaf erfiðara og erfiðara. svo þegar gellan byrjaði að klóra sér á bringunni og hrjóta hærra og hærra og muldra meira - já þá hné ég í gólfið ég tárin fossuðu út. allir bekkkurinn var að sjálfsögðu hættur að mála og fólk grenjandi þarna úr hlátri, gellan allsber í öllu sýnu veldi ennþá sofandi, muldrandi, klórandi, hrjotandi og enginn kennari. loksins kom nú kennarinn og ýtti aðeina við konunni. en hún tók þessu ekkert illa heldur hló bara með.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home