einu sinni var...

fimmtudagur, maí 26, 2005

loksins orðið heitt

Vííííiiiiiii!!!! áttaði mig á því í dag að það er komið sumar.
sól í gær og sól í dag og ég kominn með lit:) borgin breyttist bara í einu vetfangi, allir á sandölum, kvartbuxum og hlýrabol - öll kaffihús opin upp á gátt og fólk situr lengi frameftir - bóhemandi í loftinu.
seinasti venjulegur skóladagur er á morgun, næsta vika fer svo í undirbúning þ.e. arkitektaverkefnið sem er einbýlishús og garður, hönnunarverkefnið sem er eldhús og bað og svo dossier/mappa sem við þurfum að búa til úr öllu því sem við höfum gert þetta árið.
flest allt er vel á veg komið en næsta vika og næstu tveimur helgum verður varið í skólanum - ekki alveg 24/7 en svona næstum því!! sumarið framundan - kominn með vinnu sem er gott mál en veit samt ekki hvað ég verð að gera eða hvar ég verð að vinna-kringlan eða laugó veit ekki hvort sé betra, kemur í ljós.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home