einu sinni var...

þriðjudagur, maí 31, 2005

franskt nei

komst að því í dag að ég er umkringdur frönskum hægrimönnum í skólanum - ekki að það sé neitt að því sko, komst bara að því þegar við vorum að ræða úrslitin frá því í gær. held að skólinn gefi ekki alveg þverskurð af frönsku samfélagi heldur þverskurð af frönsku burgouise(man ekkert hvernig það er skrifað). alveg nokkrir einstaklingar svona versailles, notað um þá sem koma frá Versala svæðinu sem á víst að vera svoldið snobbað, í bekknum. fékk sms frá christinu vinkonu á föstudaginn: ,,
hvenær ætlaru að hunskast heim?? og svona til að svara þessri mjög svo ánægjulegu spurningu að þá er heimferð áætluð 20 eða 25júní sem er nota bene bara eftir hvað 4vikur???' tíminn líður of hratt verð ég að segja..
já og svo er það hann atli minn sem var að útskrifast á laugardaginn úr leiklistardeild LHÍ TIL HAMINGJU!!!!!!!! sannur snillingur þar á ferð - og spúsa hans ekki síðri. enda datt þeim það snjallræði að venda kvæði sínu í kross og láta pússa sig saman 2.júlí nk. love you guys:)