einu sinni var...

þriðjudagur, maí 31, 2005

franskt nei

komst að því í dag að ég er umkringdur frönskum hægrimönnum í skólanum - ekki að það sé neitt að því sko, komst bara að því þegar við vorum að ræða úrslitin frá því í gær. held að skólinn gefi ekki alveg þverskurð af frönsku samfélagi heldur þverskurð af frönsku burgouise(man ekkert hvernig það er skrifað). alveg nokkrir einstaklingar svona versailles, notað um þá sem koma frá Versala svæðinu sem á víst að vera svoldið snobbað, í bekknum. fékk sms frá christinu vinkonu á föstudaginn: ,,
hvenær ætlaru að hunskast heim?? og svona til að svara þessri mjög svo ánægjulegu spurningu að þá er heimferð áætluð 20 eða 25júní sem er nota bene bara eftir hvað 4vikur???' tíminn líður of hratt verð ég að segja..
já og svo er það hann atli minn sem var að útskrifast á laugardaginn úr leiklistardeild LHÍ TIL HAMINGJU!!!!!!!! sannur snillingur þar á ferð - og spúsa hans ekki síðri. enda datt þeim það snjallræði að venda kvæði sínu í kross og láta pússa sig saman 2.júlí nk. love you guys:)

fimmtudagur, maí 26, 2005

loksins orðið heitt

Vííííiiiiiii!!!! áttaði mig á því í dag að það er komið sumar.
sól í gær og sól í dag og ég kominn með lit:) borgin breyttist bara í einu vetfangi, allir á sandölum, kvartbuxum og hlýrabol - öll kaffihús opin upp á gátt og fólk situr lengi frameftir - bóhemandi í loftinu.
seinasti venjulegur skóladagur er á morgun, næsta vika fer svo í undirbúning þ.e. arkitektaverkefnið sem er einbýlishús og garður, hönnunarverkefnið sem er eldhús og bað og svo dossier/mappa sem við þurfum að búa til úr öllu því sem við höfum gert þetta árið.
flest allt er vel á veg komið en næsta vika og næstu tveimur helgum verður varið í skólanum - ekki alveg 24/7 en svona næstum því!! sumarið framundan - kominn með vinnu sem er gott mál en veit samt ekki hvað ég verð að gera eða hvar ég verð að vinna-kringlan eða laugó veit ekki hvort sé betra, kemur í ljós.

miðvikudagur, maí 25, 2005

vor og sól

fór með bekknum til Versala í dag.
2skiptið sem ég fer þangað og alltaf jafn áhugavert.
höllin sjálf að framan ekkert spes - allir þessir mismunandi stílar klesstir saman, enda byggt í tíð 3konununga, virka einhvern á mig svoldið yfirþyrmandi. garðurinn sem er bakvið er aftur á móti virkilega skemmtilegur, risastór, nei meira, risarisastór!! gengum út um allt, stórir garðar og inní þeim fullt af litlum görðum með gosbrunnum og svona. Edouard bekkjarfélagi minn fór á bíl þannig að við gátum fengið nokkrir far með honum - miklu betra en að taka helv. RER lestarnar. Hitti Auricio og fékk ekkert smá flottar capoeira buxur beint frá brazil, frá honum - eru þið ekki alveg að sjá mig taka nokkur capoeira spor???? nei, kannski ekki alveg hehe - svoldið flóðhestavatnið ekki satt.
seinustu kvöldum hefur verið varið í skólanum, verkefnið mitt er að verða svo flott - þvílíkt stoltur hehe:) og næstu kvöldum fram að 6júní verður varið þar. útskriftarkrakkarnir eru byrjuð að sofa suma daga í stofunum sínum - stressið hjá öllum að nálgast hámarki.
núna bara 2 vikur eftir!!!!! jibbíííii

laugardagur, maí 21, 2005

vikan sem leið

nokkrir punktar úr vikunni:
* voða góðar fréttir frá danmörku - eitthvað sem ég var svo tvísýnn um
* verið á milljón að klára verkefni
* fengið hrós fyrir þessi verkefni
* hlegið og hlegið og hlegið ennþá meira
* horft á nip/tuck seriuna sem er alveg með því besta í framhaldsdrama sem ég hef séð í langan tíma, ég meina dr.Troy... það er enginn honum líkur.
* horft á júróvisíon á rúmenska rúv þar sem france sýndi ekki frá undankeppninni - mjög fyndið þar sem rúmenska er að mig minnir latin mál þannig að mar skildi svona bits and pieces.
* vonbrigði með showið og þetta allt saman - þessi víðu kranaskot voru eitthvað sem ekki var að gera sig fyrir aumingja selmu.
* mikil ánægja með íslensku búningana!!! hvað er að fólki, búningarnir voru mjög flottir hjá henni Hildi H. Selma og stelpurnar voru bara ekkert smá chic - einsog mar myndi segja á frönsku.
*eignast aðdáenda
*upplifað miklu skemmtilegra festival en semifinal-júróvisíon en það var jesú gangan sem tók 3tíma að fara framhjá húsinu sem ég bý í. milljón manns og fullt af svona litlu böndum á pallbílum, allt undir svona afrískum blæ - brjálað show og gaman að fylgjast með þessu af svölunum.
*saknað myndavélarinnar minnar alveg ótrúlega mikið - enn í viðgerð í danmörku - helv. danskur service.
*pælingar hvernig sumarið verður......
gott í bili, farinn að læra og svo júró partý í kvöld hjá henni Kötu...

þriðjudagur, maí 17, 2005

happy news

vildi bara deila með umheiminum að ég komst áfram þ.e. prófið hjá danmarksdesignskole var dæmt gilt!!! ég er búinn að bíða síðan á föstudaginn að vita niðurstöðuna þar sem mamma og pabbi voru í london og frídagur á íslandi í gær. ég er þolinmóður, ekki hægt að segja annað. allavega nú krossar mar bara fingurna og bíður til 28.júlí eftir svari um skólavist. Danir ekkert að flýta sér. 2 down and 1 to go - 2mánuðir það er fljótt að líða. hilsen

pissað í buxurnar!

okey, eitt fyndnasta moment sem ég hef upplifað gerðist í dag.
við erum að tala um að ég hélt að ég myndi pissa í buxurnar, er ennþá með verki í maganum eftir allan hláturinn.
Allavega málið er það að á þriðjudagsmorgnum er ég í módelteikningu þ.e.a.s módel, karl eða kona, kemur og stillir sér í hinar ýmsu pósur sem geta varað allt frá 2min. til 2tíma. bara svona til að taka það fram þá eru módelin alltaf nakin.
Módelið í dag var kona á besta aldri, frekar íturvaxin og allt farið að síga svoldið mikið. sem betur fer gat spikið hvílt á rassinum á henni sem var mjög myndarlegur. svo gægðust einhverjir 2 títiprjónafætur þarna niðurundan öllu saman - minnti svoldið á söngkonuna hjá Jabba the Hut, star wars - return of the jedi, ef það segir ykkur eitthvað.
allavega við vorum búin að teikna hana í bak og fyrir allan morguninn áttum bara eftir seinustu pósuna, sem er sú lengsta 40mín, svona þannig að við gætum virkilega vandað okkur. Konan kom sér vel fyrir, lagðist á bakið,á stallinum sem hún pósar á, bætti kodda undir höfuðið þannig að það færi nú betur um sig og svona. svo er bara go hjá kennaranum og allir byrja að mála og kennarinn fer út úr stofunni. á þessu stigi eru allir voða einbeittir þannig að mar myndi heyra saumnál detta. eftir svona 5mín byrjaði ég að heyra eitthvað sem ég vissi ekki alveg hvað var þannig að ég lagði betur við hlustir. og viti menn var módelið ekki bara þá sofnað og það sem ég heyrði var eitthvað sem hún var að muldra úr svefni! okey það var fyndið en þegar konan byrjaði að hrjóta, fyrst lág og svo hærra og hærra hélt ég að ég myndi pissa í mig!!! allir voru að reyna að halda einbeitingunni og halda áfram að vinna, bíðandi eftir að kennarinn kæmi og vekti hana eða eitthvað, en það varð bara alltaf erfiðara og erfiðara. svo þegar gellan byrjaði að klóra sér á bringunni og hrjóta hærra og hærra og muldra meira - já þá hné ég í gólfið ég tárin fossuðu út. allir bekkkurinn var að sjálfsögðu hættur að mála og fólk grenjandi þarna úr hlátri, gellan allsber í öllu sýnu veldi ennþá sofandi, muldrandi, klórandi, hrjotandi og enginn kennari. loksins kom nú kennarinn og ýtti aðeina við konunni. en hún tók þessu ekkert illa heldur hló bara með.

sunnudagur, maí 15, 2005

tedance

í dag verður farið á tedans. BlackBeurBlond 3BBB á FolliesPigalle´s
örugglega áhugaverð experiance - fyrsta skiptið sem ég kemst með.
á morgun eru það svo ekkifréttir af danmarksdesign....

laugardagur, maí 14, 2005

vikan sem leið

já svoldið skrýtin vika brátt á enda. hún byrjaði nú ekkert alltof vel þar sem ég lærði alla aðfaranótt mánudagsins og fór beint í skólann á mánudagsmorgni. eitthvað sem er farið að verða að reglu hjá mér fyrir alla arkitektatíma - slæm þróun. sem betur fer eru nú tímarnir alltaf mjög áhugaverðir þannig að maður þraukar þá svona ósofinn + að nokkrir kaffibollar gera sitt gagn. einbýlishúsa verkefnið sem hver og einn er að gera með sínu nefi er komið á lokastig og gaman að sjá hvernig hlutirnir hafa þróast ólíkt hjá okkur í bekknum. sumum finnst mikilvægt að hafa öll rýmin mjög lokuð og afmörkuð meðan aðrir hafa þetta allt i einum geym með nokkrum afmörkuðum skilrúmum, svo aðrir sem vinna með dagsljósið og hvernig hægt er að stjórna því svo eitthvað sé nefnt, allt mjög áhugavert. erum reyndar búin að fá þá skipun að bæta sundlaug við verkefnið þ.e. húsið á að vera með sundlaug - einsog það sé hinn sjálfsagðasti hlutur!!!!! en þar sem þetta er nú einungis skólaverkefni þá getur maður auðvitað leyft sér hitt og þetta. Svo bý ég reyndar svo vel að því að hún Sóley Master einsog hún vill láta kalla sig !!! hehe , fór einmitt í náminu sínu í heimsókn til sundlaugafyrirtækis á spáni - þannig að sóley ef þú lest þetta þá er ég að treysta á þig með gott info!!! var einmitt að hugsa um að hafa sundlaugina mína bara eina svona rönd, eða hvað kallar maður það; sundbraut? sundlaugin mín á að vera svoleiðis enda hvað gerir maður í sundi? mar væntanlega syndir. Sumir ætla að taka annan vinkil á þetta og eru búin að setja sínar eigin árbæjarlaugar í verkefnið. fannst fyndið og á sama tíma mjög skrýtið að hafa sundlaugar sem eru stærri en 140fm, en húsið er það stort, í verkefninu sérstaklega í ljosi þess að þetta er sundlaug fyrir hjón með eitt 4ára barn sem eru ,,ímynduðu,, kúnnarnir okkar. en svona er þetta bara.... kannski er ég bara of raunsær , hmmmm ??? allavega þá kom ég heim þarna um 7leytið og fór beint í bólið, en gleymdi að slökkva á simanum mínum og var vakinn um 1leytið þ.e. 1 um nóttina , af mömmu sem var að þakka mér fyrir blómin sem við harpa sys höfðum sent henni. eftir það gat ég hreinlega ekki sofnað aftur og náði ekki að sofna fyrr en um morgunsárið sem leiddi svo til þess að ég vaknaði um tvö á hádegi og var búinn að missa af skólanum sem er ekkert sérlega vinsælt þar á bæ. þessar 4 vekjaraklukkur sem ég vakna við á morgnana voru ekki að standa sig heldur, þar kannski að bæta við þeirra fimmtu???? þau sem þekkja mig geta kannski skilið þetta enda frægt þegar ég svaf ágætan part af sólarlandarferð til Rhodos "99.
já og talandi um svefn, var að uppgötva að maður getur séð sketza úr þættinum Strákarnir á veftíví. þegar þeir vekja Jóla Fel og Guðna Bergs er bara fyndið - ætti kannski að panta svoleiðis vakningu þegar ég þarf alveg nauðsynlega að vakna:)
svo er komið á hreint að það verður einni viku bætt við skólann, ekkert við þvi að gera, bara ánægður að það voru ekki 2vikum sem var bætt við.
Fékk svo í póstinum í dag alveg voðalega skemmtilegan og flottan CD sem reyndist vera boðskortið í brúðkaupið hjá honum Atla mínum og Bryndís. þau gera hlutina alltaf með stæl og sínu nefi og diskurinn eftir því flottur!!! Ég er strax kominn með fiðring í magann fyrir þessu öllu, reyndar búinn að vera með hann síðan seinasta haust að mér var tilkynnt þetta, enda á maðurinn að vera veislustjóri ásamt bryndísi vinkonu bryndísar(skemmtilegar nöfnur það!!!!)
já svo kíkti ég aðeins inn á oprah.com til að athuga hvort hægt væri að sjá þáttinn þar sem ísland var meðal umræðuefnis. sá fína grein um þetta á vísi og nokkur comment þar sem held ég að sögðu allt sem segja þarf um þetta. á vefsvæði oprah.com þá er greinilegt að langstærstur hluti commenta þar snýr að því hvað fólki hafi blöskrað hvernig frú booty hafi látið við viðmælendur sína frekar en að eitthvað tal um hvenær ísl. stelpur fari fyrst að sofa hjá. held reyndar að einu kommentin um það hafi komið frá einhverjum ísl.konum og voru auðvitað á báða vegu. sá reyndar clip á síðunni ,,after the show,, þar sem hún spjallar aðeins við gesti í sal eftir að eiginlegur þátturinn er hættur. þar blaðara hún um að hún þurfi að losna við 10pounds og ætli að láta sprauta rezilíni í andlitið og eitthvað svona , og já að hún hafi latið nýverið setja göt í eyrun og talar einhvern veginn um að það sé ekki eðlilegt að hafa göt í eyrunum hvað þá að setja þau í á gamals aldri , lýtur svo við og segir eitthvað á þessa leið,, svanhildur, icelandic women must do this also very young þ.e. setja göt í eyrun. ekki að þetta hafi verið neitt merkilegt heldur meira tóninn sem hún sagði þetta í. hef einhvern veginn á tilfinningunni, án þess að hafa séð þáttinn, að þátturinn segi meira um Oprah Winfrey eða þá pródusentana hennar heldur en um ísland eða Svanhildi Hólm.

þriðjudagur, maí 10, 2005

til hamingju mamma!

þessi færsla er tileinkuð sérstaklega hennni múttu en í dag var hún kjörin heiðursfélagi í stéttarfélaginu sínu, félagi ísl.hjúkrunarfræðinga. þar sem við systkinin ólumst upp við að vera alltaf á eilífum þvælingi með mömmu vegna starfa hennar fannst okkur svoldið súrt að vera ekki með henni í dag. sendum þó risablómvönd i staðinn. TIL HAMINGJU MEÐ ÞETTA MAMMA MÍN!

mánudagur, maí 09, 2005

ég er svo ógeðslega lengi að gera allt!!!!

já fyrirsögnin segir svo sem allt sem segja þarf. klukkan er þrjú og ég er ennþá að dútla mér yfir líkaninu af húsinu sem ég þarf að kynna fyrir arkitektakennaranum mínum í fyrramálið, og svo á ég slatta af teikningum eftir. þessi blessaði mánudagstími er alveg búinn að kosta mig of margar svefnlausar nætur í vetur. reyndar bara 3 vikur eftir og þá er þetta risa verkefni loksins búið sem og allur skólinn. sumarfrí!!!! veiiiiiiii
annars samt eitthvað að tala um að bæta við 1viku við að kennslu. sé persónulegan engann tilgang í því og vona innilega af því verði ekki - cause I´m going to barcelona eftir skólann :)

vikan var bara mjög næs fyrir utan að guðrún er farin til íslands í 2mánuði. hittumst þessvegna í síðasta "drykk" kvöldið okkar. stefnan var tekin á Maxim´s, sem var nokkurskonar studio54 hérna í gamla daga, okey kannski ekki hardcore útgáfan af studio54 en allavega celeb útgáfan. þetta er allavega svona landmark hérna í paris og mjög þekkt hjá þeim sem þekkja eitthvað til. hélt reyndar alltaf að þetta væri bara restó en ekki bar og klúbbur líka. held reyndar að hann reyni að vera svoldið low key þannig að túristarnir fari ekki að tröllríða öllu þarna einsog svo mörgu hérna í parísarborg. staðurinn er rétt fyrir ofan concorde torgið og þegar inn kemur taka við þér s/h myndir af onassis og kennedy og jagger og svona svaka smart! interiorið er allt í svona art-nouveau stíl, geggjað munstrað glerloft, brjálaðir viðarpanelar á veggjum og rautt plush á sófum meðfram veggjum. allavega þegar við komum þá var svona twenties stemming greinilega, live jazzband að spila og þjónustustulkurnar með svona loð um hálsinn og þjónarnir í kjólfötum og hanska að sörvera á barnum - allt mjög svona í takt.
eftir að jass bandið hætti byrjaði svo brjálaður plötusnúður að þeyta skífum og ég get svo guð svarið það að hann var fokking geðveikur - spilaði brjálaða nostalgíu í bland við eitthvað nýtt svoldið svona gull og geysis stíll. fyrir okkur var þetta himnasending því þeir sem þekkta til klúbbatónlistar hérna í parís geta kvittað fyrir að hún er ömurlega í 99%tilfella. þetta er alveg staður sem farið verður aftur á sérstaklega þar sem pickerinn í hurðinni lét mig hafa boðsmiða áður en við fórum út.
endaði á því að fylgja guðrúnu heim, labba yfir Signu og dást að borginni í leiðinni.

annars rakst ég á ógeðslega fyndið myndband á netinu "trailer" fyrir nýju star-wars myndina Episode III - hef ekki hlegið svona lengi !!!

hægt að downloda þessu héðan

miðvikudagur, maí 04, 2005

vor í lofti

langt síðan eitthvað hefur verið skrifað hér. hitt og þetta drifið á dagana, til dæmis:
- farið til köben til að fara í inntökuprófin hjá DanmarksDesignskole
-gengið ekkert rosalega vel í inntökuprófinu. so fingers crossed!
-átt frábæran tíma með hörpu sys og babyboy benzín
-farið á hið margumtalaða laundromat, fór mjög sáttur út bara
-gefið gjöf sem er búin að vera 4ár á leiðinni
-keypt mér annan bol hjá Hooha sem gerir bara flotta boli og peysur
-öfundast útí danskt sjónvarp þar sem það er ekki dubbað einsog það franska.
- séð raunveruleikaþátt sem heitir ,,getting it straighter,, og þar sem óþolinmæði mín er það mikil farið á netið til að sjá hver hún jackie valdi - varð fyrir smá vonbrigðum.
-hitt Huldu Sif, systur hennar Bryndísar, og farið á smá barrölt á Istegade. Hún sýndi mér fullt af skemmtilegum stöðum sem ég hafði bara aldrei komið á áður - takk enn og aftur
-hitt Guðrúnu og Bergþór í drykk og slúður

sem betur fer er skólinn ekki byrjaður strax aftur þannig að maður hefur núna tíma til að ,,relaxa,, aðeins. byjraði í gyminu hérna við hliðina á mér, er 2mín að labba. Varð hugsi í gær hvað allt er einhvern veginn í nokkramínutu færi frá mér. þarf í raun ekki að taka metro eitt né neitt, get gengið í allt. Mjög hentugt! fékk svona 101 tilfinningu sem ég hef aldrei fengið áður enda búið mest allt mitt líf í the one and only Breiðholt.

rakst á ótrulega fyndinn link á frönsku bloggi sem ég skoða stundum. það hafið verið einhver grein um þennnan gaur í Figaro fyrir 2-3vikum. Allavaega þá fréttin sú að það var 44ára breti, reyndar hálf-franskur, búsettur í Lyon sem fékk þá hugmynd haustið 2003 að fara að deita í gegnum stærstu einkamála netsíðuna í france, meetic.fr. okey no big deal, en málið er að hann ákvað að blogga um reynsluna að deita via internet. við erum sko að tala um massíft bókhald á samtölum hans við konur á netinu (hann hitti sko 52konur á tímabilinu) Hvernig deitin fóru fram, hvernig strategíu hann notaði í viðreynslunni, hvað ber að varast, hvað virkar vel ofl. svo getur maður séð stigagjöf og lýsingu á sambandi hans við þessar 27 sem hann svaf hjá. þar er tekið fram m.a. aldur, stjörnumerki, augnlitur ofl. svo er mjög nákvæm stigagjöf þar sem gefin eru stig allt frá general útliti, brjóst,rass, andliti, charma, persónuleika og að sjálfsögðu sex heat. sumar fá reyndar viðurkenningar stimpla á sig einsog sex bomb eða chupa queen.
á þessu ári þá hitti hann 52konur og þarf af svaf hann hjá 27 þeirra og af þeim 1/3 á fyrsta deiti. já tölfræðin sem kallinn býður uppá er bara mjög fyndin, hann er með linurit, kökurit, stöplarit til að sýna hitt og þetta í sambandi við niðurstöðurnar. búinn að liggja yfir síðunni hans og grenja úr hlátri. þar er líka fullt af heilræðum, einsog t.d. þetta eftir 1.deitið sem hann átti: " ekki bjóða á einhvern restaurant og eyða 3tímum í kjaftæði heldur veldu kaffihúss rétt hjá þér, ódýrara og miklu auðveldarar ef þið viljið fara heim til þín strax á eftir." svo er alveg málið að hafa nokkrar í takinu, gengur ekki að einbeita sér að einni í einu, more is better, þannig að á köflum var hann "Nick" að sofa hjá 4-6 mismunandi konum í viku. hann viðurkennir nú að það hafi tekið heilmikið á, hann hafi verið mjög þreyttur sexually,líkamlega og andlega eftir svoleiðis vikur!!!! Life is just to hard sometimes.
hérna eru allavega linkar á grein úr times online á ensku og linkur á síðuna hans. have fun

greinin úr times online


heimasíða casanova