einu sinni var...

fimmtudagur, apríl 21, 2005

á leiðinni til Köben!!!!!

jæja þá er það komið á hreint - the boy is on his way to köben, þeirrar mjög svo yndislegrar borgar. fann loksins ódýran miða þökk sé expedia, á pottþétt eftir að nota mér þá góðusíðu í framtíðinni.
föstudagurinn fer í að arrensera ýmsum hlutum fyrir laugardaginn.
verð kominn svo klukkan 9 að staðartíma á lördag til köben þannig að allur laugardagurinn er autt blað - svo prof í danmarksdesing á mánudegi og þriðjudegi, viðtal á miðvikudegi og svo fullt af spennandi dögum - óska eftir hugmyndum !!!!
og svo aldrei að vita nema mar skelli sér til dillí í árhóóóósunum.
fór í viðtal við skólastjórann í dag, allir þurfa að gera það - meta vinnuna og fá að vita hvort maður að fá að fara fyrir dómnefndina í júní. þetta gekk svona misvel hjá fólki en ég get tjáð ykkur að undirritaður fékk mjög þessa ljómandi fínu umsögn.huhuhumm I know I know....

sunnudagur, apríl 17, 2005

lazy day to day

sunnudagar eru ekki mínir uppáhaldsdagar, að vísu betri en mánudagar, helgarfríinu lokið og vinna daginn eftir. oftast spilar nú þynnka stórthlutverk ásamt togstreitu við að koma sér að verki og klára hlutina sem maður þarf að skila af sér dagnn eftir.
helgin var annars bara nokkuð fín. fór á musée d´Orsay, sem er eitt af minum uppáhaldssöfnum, og sá yfirlitssýningu um neo-impressionsim frá Georges Saurat til Paul Klee. virkilega flott sýning. setti link á þetta á ensku ef fólk vill kíkja neo-impressionism
ég hef tekið eftir því í þau skipti sem ég hef farið á þetta safn að þá er alltaf fullt út úr dyrum, finnst það eiga einhvern veginn við um öll söfnin sem ég hef farið á. og ekki að þetta séu bara túristar, nei,nei, stærsti hlutinn eru frakkar. það er kannski ekki hægt að bera þetta saman við söfnin heima, enda frakkland vs. ísland kannski ekki alveg það sama. finnst þó að bragurinn á þessu heima gæti verið meira spennandi, hafnarhúsið hefur verið reyndar að gera góða hluti enda skemmtilegt pláss sem býður upp á marga möguleika. aftur á móti finnst mér listasafn íslands einhvern veginn hafa verið í dauðateygjunum í alltof langan tíma. kannski er þetta spurning um húsnæði, enda grátlegt að vita að stærstur hluti af safnaeigninni sé geymdur í geymslum stærsta hluta ársins þar sem ekki er pláss til að sýna verkin. en í staðinn fyrir að byggja nýtt listasafn íslands verður örugglega ráðist eitthvað álíka jafn vitlaust og þegar þjóðminjasafninu var lokað í 5ár eða hvað sem það nú var, og endurgert. arrrg
gærkvöldið var virkilega heppnað. nýjasti nýbúinn hann Ari bauð nokkrum í mat heim til sín og Veru. drengurinn er vægast sagt liðtækur í eldhúsinu, skellti í þetta geggjaða spicy kjuklinga salat og henti í eitt bakað brauð. mmmmmmmm var svo skolað niður með kampavíni frá kötu. mitur og urban legend sögur urðu heilmiklu topiki, mín kenning er allavega sú að ef maður les 5-6 bækur um eitthvað mál þá getur maður nokkurn veginn fengið góða mynd af hlutunum = það er trúlega alltaf einhver sannleikur í öllum sögum, allvega sama hversu fáranlegur þær eru. það hafa allir lent í svona togoodtobetrue aðstæðum. ísland er auðvitað svo lítið að það hálfa væri nóg en í partýinu hitti ég 3 aðila sem höfðu verið i sama grunnskólaog ég - týpískt íslenskt að allir þekkja alla - i know.
svo held ég að konunni í bakarínu finnist ég of feitur - hún lætur mig alltaf fá eitt af því sem ég bið um 2 af - og svo þarf ég að endurtaka mig aftur og aftur. þetta er farið að verða svoldið vandræðalegt - þarf að skipta um bakarí, sem er ekki erfitt þar sem það eru trilljón herna í paris.
annars bara spennandi að sjá hvort ég fari til köben um næstu helgi - kemur allt í ljós a´morgun - spennó spennó .......
jæja farinn að læra
bisou

fimmtudagur, apríl 14, 2005

update

enn eitt myndaalbúmið komið í höfn - ég veit bara ekki hvernig ég fer eigilega að þessu.hmmmn
er með nokkrunm myndum fra islandsstoppinu í feb, skemmtilegu vinnudjammi á galileó ofl. I miss you guys
vaknaði eitthvað svo pródukttívur í morgun að það hálfa væri meira en nóg.
have a nice day - :)

miðvikudagur, apríl 13, 2005

tíðindi af vesturvígstöðvunum...

það er loksins komið gott veður í parís. seinustu dagar búnir að vera einstaklega fínir, ekki of heitt en bara svona temmilegt. Þó svo ég búi eigilega við hliðina á skólanum þá tek ég nú oftast metro til og frá - enda mjög hentugt að metro inngangurinn er fyrir framan innganginn að húsinu mínu. en sökum óvenjugóðs veðurs undanfarið hef ég ákveðið að ganga heim úr skólanum. villast svoldið og kynnast hverfinu betur, beygja til hægri á þriggja gatna fresti og eitthvað svoleiðs. uppgötvanirnar voru nú bara nokkuð áhugaverðar, fann svona litla garða sem maður getur farið í sumar og lesið bækur og sólað sig, fann flottar fatabúðir sem greinilega vilja vera aðeins útúr þannig að fólkið sem verslar þar geri sér sérstaka ferð þangað, ef þið skiljið hvað ég á við, fann 2 æðislega bari sem eru nú bara í túnfætinum, skil ekkert hvernig þeir hafa farið framhjá mér, einn æðislegan resto (sem séð inn um glugga lofar allavega góður :), en það besta var að sjálfsögðu ódýri Take Away pizzastaðurinn, svona eldsmiðjudæmi, nema meiri class þó svo að staðurinn sé algjör hola þar sem manni er boðið upp á Kir meðan mar býður eftir pizzunni jafnframt sem þjóðmálin eru rædd - mjög skemmtilegt.

Annars er vikan búin að vera like most other weeks - busy!
var nú enn að jafnamig eftir helgina á mánudeginum. Hafði hitt Guðrúnu á laugardaginn, en hún var ammælisgörl einmitt þann dag, kíkt svo út á bar du marché og svo farið yfir á Kong. oh Kong, hvar á ég eigilega að byrja, tónlistin var frábær, og mikið af áhugaverðu fólki að sjá - allir í banastuði og dansað fram á morgun. sunnudagurinn var svo svoldið tæpur þar sem hann framlengdist aðfaranótt mánudags og endaði ekki fyrr en um 9 leytið á mánudagskvöldið - já ég sem sagt svaf ekkert um nóttina þar sem enn eitt arkitekta æfinga likanið mitt þurfti að vera til fyrir tímann á mánudaginn. kennarinn var bara nokk ánægður með það sem ég hafði gert( verkefnið er að gera ca140fm. hús fyrir 4manna family sko). öllum til ómældrar ógleði þurfum við núna að gera nýtt líkan fyrir hvern tíma sem eftir er, megum ekki betrumbæta það sem við gerðum fyrir þennan tima - kræst - ég er að verða geðveikur á skera þykk karton og þunn karton og mæla og líma og ég veit ekki hvað og hvað - svo er nett frústrerandi að kennarinn vill ekki að við notum sérstaka gerð af kartoni sem er í svona mousse/plastfroða en pappirslag á sitthvori hliðinni þannig að maður getur skorið það mjög vel og beint + mjög auðvelt að setja svo saman, en nei Francois, kennarinn minn meikar ekki að sjá likon ur þessu þannig að við megum ekki nota þetta :( - allavega tekur nett á en málið en við eigum að leggja þetta verkefni fyrir dómnefndina í vor þannig að vonandi skapar æfingin meistarnn.
Jújú, mitt líkan verður að sjálfsögðu flottast hehe

svo er bara biðin eftir svari fra köben - er orðinn óþreyjufullur að bóka mér miða til barcelona. vil fá að vita hvenær ég get komist minnar kæru sally spectra. hún hringdi einmitt í mig í dag - hittumst seinast í september í fyrra - alltof langur tími...... en sem betur fer styttist í endurfundi.

framundan er svo að öllumlikindum tónleikar með Candi Staton í næstu viku. fyrir þá sem vita ekki hver hún er þá er hún ein af þessum soul disco funk legend söngkonum. Lög eins og You´ve got the Love (einmitt notað sem lokalagið í seinasta þættinum af SATC þegar Carrie er komin aftur til NY og þær labba allar út af kaffihúsinu ef það segir ykkur eitthvað um hana), Young Hearts Run Free (sem er auðvitað partýlag dauðans), Suspicious Minds, Victim ofl. Annars tékkaði ég á heimasíðunni hennar í gær og þá sá ég að Candi blessunin er svoldið mikið komin í gospelið og svona en ég held að tonleikarnir verði samt meira svona gamalt og gott efni - annars væri Nova ekki að prómotera það svona mikið.

Á morgun er frí í fyrsta tíma þannig að ég missi af einum af uppáhaldstímunum mínum - visual communications, þannig að kvöldið í kvöld verður tekið ekki undir fyllerí heldur notað til að læra og læra og læra fram á nótt enda vinn ég best á næturnar og svo sofa út - og kannski uploada fleiri myndaalbúmum. setti nokkrar myndir ur skírninni hans Benzín, sem er systursonur minn, frá því í febrúar.

bisou

föstudagur, apríl 08, 2005

ég er svo klár!!!!!

jæja mér tókst loksins að laga bloggið mitt án þess að Sóley hjálpaði mér - veiiii.
rakst á að Héðinn í köben er með mig á listanum sínum, bloggið hans er oft með skemmtilegar pælingar. Því býð ég hann velkominn á minn lista.:) já og svo aðalmálið auðvitað , búinn að búa til eitt lítið myndaalbúm, sjá link til hliðar, bæti fleirum fljótlega við.
til hamingju með ammælið í gær Diljá, vonandi áttru skemmtilegan dag. vikan búin að vera svona, svona. kláraði verkefni uppá 19bls. fyrir danmarksdesign - veit ekkert hvað ég vill þessa dagana, hmm. svo bíður mar bara til sextánda hvernig framhaldið er. gæti verið að maður kæmi til köben í lok apríl í nokkra daga - kannski mar kíki á diljá ef hún er stödd í danaveldi. annars er það svo bara barcelona í lok april og byrjun maí - langþráð frí loksins innan seilingar. helgin nett stressuð. brunch á morgun til að kveðja marie og svo eitthvað ammælis stúss með börþei görl Guðrúnu seinnipartinn..... málverkaopnun um kvöldið og eitthvað vernisage eftir það á einhverjum flottum bar - spennandi.
annars bara góða helgi til allra
hilsen

laugardagur, apríl 02, 2005

porte ouverte

fólkið sem býr fyrir ofan mig, og hafa verið í daglegu tali kallaðar kanínurnar, héldu svaka partý í gær sem var í góðu lagi, þangað til að fólk byrjaði að stappa og steppa eða eitthvað, takmarkið var greinilega að búa til sem mestan hávaða mögulega. og fólkið var ekkert að chilla á þessu, neinei þetta hélt áfram til 4 um morgunin. sem betur fer hafði ég aukaefnis diskana af Lotr - return of the kings, extended verison, til að stytta mér stundir framundir morgun.
annars þá eru opnir dagar byrjaðir i skolanum, byrjuðu í gær. alveg slatti af folki sem mætti. allur skolinn tekinn í gegn í vikunni, öll vinnan okkur til sýnis, skjáir settir út um allt og flott video eða slide show í gangi. ætla að vera þar eitthvað í dag og á morgun. guðrún ætlar að heiðra 11.hverfið með nærveru sinni og kíkja á skólann og svo kaffihús eftir, trúlega café de la industrie sem er eitt af þessum æðislegum kaffihúsum rétt hjá mér.
góða helgi