einu sinni var...

laugardagur, mars 26, 2005

vikan sem leið...

mar loksins kominn á jörðina og búinn að ná sér eftir ansi skemmtilega viku. eina viku a hverri önn er höfð svona workshop vika, ekki hefðbundinn skóli heldur unnið eitt verkefni og haldin svo kynnning á því í lok vikunnar. 1.árið fékk það verkefni að gera borð fyrir 2 ásamt borðbúnaði. unnum mest megnis með gler og stál. Kennararnir okkar voru 2, annarsvegar þekktur hönnuður og fyrrum kennari við skólann, Thibault Desombres, en hann er einmitt með þessa líku skemmtilegu heimasíðu
www.thibaultdesombre.com
hinn kennarinn var svo skúlptúrer sem átti verkstæðið sem við unnum í, og kenndi okkur meira svona tæknilega hluti.
það var reyndar búið að ákveða hópana fyrirfram þannig að við Edouard og Grégoire gátum ekki verið saman í hóp, svodið fúlt þar sem við vorum búnir að ákveða að vera saman og endurtaka að sjálfsögðu leikinn frá seinustu workshop. annars var hópurinn bara ágætur hafði unnið með Camille áður í arkitektaverkefni en aldrei með Elenoire, og eigilega hef vonað frá byrjun að þurfa aldrei að vinna með henni. veit ekki eigilega hvar ég á að byrja, einhver kallaði hana púddeltík, lýsir henni ágætlega. það sem fer þó mest í taugarnar á mér er hversu illa upp alin eða illa öguð persóna hún er. hún á í stöðugu stríði við alla kennarana í skolanum ásamt handful of students. hún auðvitað hélt uppteknum hætti og byrjaði strax á mánudaginn til að fá thibault, kennarann, upp á móti sér. annars reyndum við camille að gera okkar besta og held að það hafi skilað sér ágætlega. var kominn samt með nett ,, ég nenni þessu ekki,, á fimmtudaginn og þá kom einsog himnasending boð frá minni kæru Pill um hvort ég vildi ekki hitta hana, snæbjörn, svavar örn og danna í drykk á Kong um kvöldið, en þau eru í paris um paskana. Og hvað gerir mar þegar maður er með ógeð á hlutunum ????
mar fer að sjálfsögðu og fær sér í glas. var fyrst reyndar á báðum áttum þar sem Jean-Marie, skólastjórinn, myndi koma hálf tíu um morguninn og hlusta á kynningarnar okkar. væri auðvitað týpískt ég að sofa yfir mig eða eitthvað álíka. þannig að ég ákvað að skellla þessu upp í kæruleysi. hitti þau á Kong í brjal. stuði, gaman að hitta fólk sem kann sko að skemmta sér og panta drykki!!!!! snæbjörn hennar pillu var ótrúlega fyndinn, höfðum farið á sömu sjokk staðina í paris - svoldið fyndið. annars komst til tals að fara á Banana Café!!!!! Natalie - þú hefðir viljað vera þarna er ég að segja þér. allavega spruttu umræður um þennan blessaða stað, en þá hafði sveinbjörn viljað fara þarna í morgunmat en svavar örn hefði sagt að það væri okey eftir ca klukkan 5 en kannski ekki í breakfast. allavega uppúrþurru kemur einn þjónninn með adressuna á staðnum.!!! ég hélt ég myndi deyja úr hlátri. við vorum seinust út og ég held að þetta hafi verið svoldið walk of shame - allt staffið við útganginn og sumir mjög talkative, sé ekki minnst á directorinn á staðnum, sem loksins fékkst uppgefið að heitir Benjamin. allavega þá var haldið yfir á banana cafe til að fólk myndi fatta staðinn. fórum þangað í einn drykk og pissustopp. hef ekki komið þangað í 3ár fékk nett flashback, ég og natalie í góðu fíling á virkum degi í parís.. hmm. og svo annað ritual að fá sér food í crêpes götunni við hliðina. haldið svo uppá hótel til pillu og snæbjörns til að fá sér smá drykk. var svo kominn heim um 5leytið vel marineraður. fór svo að klára vinnuna mína skellti catwomen, ekki góð, í tölvuna og reyndi að halda mér vakandi þangað til að ég þurfti að taka metro í skólann. kynningin gekk svo bara vel þó svo mar væri aðeins roasted þarna í hádeginu.
helgin fer svo í smá djamm, vinna dót fyrir skólann, million dollar baby, og heimsókn til marie á mánudaginn.
góða helgi.

miðvikudagur, mars 23, 2005

orði í ótíma töluð

hmm, hvar á ég að byrja. skelli bara í eina langloku, hnitmiðaður stíll er ekki alveg minn stíll, en það er meðvitað val hehe. seinstu 4-5vikurnar búnar að vera ansi viðburðaríkar, to say the least. fór til íslands í smá stopp í lok febrúar og kom heim til parísar 2.mars. mér til mikillar ógleði kom ég heim í netlausa íbúð :( og það tók um 4 vikur að fá netið aftur en einsog leigjandinn minn sagði: "the word service dosent exist in french." Held að eg geti bara tekið heilshugar undir þessa athugasemd hans. Alltaf þegar ég lendi í svona bad service verður mér hugsað til þeirrar skemmtilegu hugmyndar okkar Natalie að stofna gæðaeftirlitsfyrirtæki. sáum allavega fram á mikla möguleika með conseptið þegar við vorum í parís 2002. samt finnst mér samt krúttlegt að þegar fólk gengur inn eða fer út af veitingastað, kjörbúðinni að þá er boðinn góðann daginn,áttu gott kvöld o.s.fv. þannig að frakkar fá líka alveg plús.
annars var tilgangur íslandsferðarinnar að vera viðstaddur skírnina hjá litla benzín og 30ára afmæli hörpu sys en þau voru á einmitt á landinu þegar ég var í vetrarfríinu. fjölskylduboð, kaffihús og matarboð með vinum voru þemað fyrrihluta vikunnar, takk harpa, eygló, atli, bryndís, christina - þið eruð bara too good!!!!! svo tók við 3 daga vinna hjá mínum mjög svo kæra fyrrum vinnuveitanda, NTC! Þegar ég hætti í heildsölunni seinastahaust, rétt áður en ég fór til parísar, vorum við einmitt að ganga frá öllum sölusýningunum og þegar ég kom heim í fríinu voru einmitt sýningarnar að byrja. en fyrir þá sem ekki vita að þá eru sölusýningarnar samansafn af mikilli vinnu, stressi, símtölum, skipulagi, útlendingum, útaðborða, skemmtasér og fullt af öðrum skemmtilegum hlutum. Kóngurinn, sem er engum líkur, var svo elskulegur að bjóða mér vinnu meðan að sýningin var, svona til að maður gæti fengið skammtinn sinn - þúsund þakkir fyrir. og svo auðvitað hún christina mín, hinn helmingurinn af heildsölunni, og besti samstarfsfélagi sem maður getur hugsað sér að öllum öðrum ólöstuðum :) - hefði ekki vilja missa af þessu.
annars er búið að vera ,,gestkvæmt,, í paris seinustu vikurnar. bryndís hans atla og mamma hennar komu svo helgina eftir að ég var kominn til parísar. bryndís var veislustjóri hjá úrval-útsýn sem var með árshátiðina sína hérna í parís. hitti þær mæðgur á laugardeginum. þemað þeirra var "í BOÐI" sem ég að sjálfsögðu zinkaði mig inní. farið í svo í smá sex in the city/ da vinci parísarlabbitúr í 5,6 og 1.hverfi, Notre Dame, barstopp á Bar du Marché, St.Sulpice, Cafe Flore, svo Hemmingway barinn á Ritz, og þar n.b. fékk ég eina þá bestu þjónustu ever. barinn pínulítill og innréttaður einsog nokkurskonar bókaherbergi, strax vísað til sætis, girnilegt nasl á borðunum og strax komið með vatnsglös og costers án þess að við værum búin að panta. þjóninn mælti með einhverjum kokteil með kampavín, einstaklega ljúffengur + að stelpurnar fengu afskorna fallega rauðarós á fæti með sínum drykk. frábært að byrja kvöldið svona. svo farið í leigubílaferð dauðans á Kong, en það er einmitt veitingastaðurinn sem carrie í satc hittir fyrrum konu rússneska gaursins, satc stemmingunni semsagt haldið áfram. Kong er svaka hipp og kúl , bla bla bla, staður í við signu í Kenzo húsinu, hannaður af Philip Starck þannig að interiorið er alveg þess virði bara að koma þar, matseðilinn er líka mjög flottur og dj-inn sem breytti staðnum svo úr resto í club var mjög skemmtilegur. fórum svo ekki fyrr en um lokun, nokkrum kampavínsflöskum og drykkjum seinna hmm. takk bryndís og Kolla - það verður að vera svo aftur "Í boði!!!!"
Andrea og Rannsý afmælisgirl komu svo á mánudeginum og voru fram á föstudag. etið, drukkið og hlegið í 4daga. cant wait until you come next:)
annars er ég í workshop þessa vikuna, borð og borðbúnaður úr gleri þemað. erum rétt fyrir utan parís í svona verksmiðju að gera þetta allt, voða gaman. blogga um þetta á föstudaginn þegar ég er búinn. ætla að reyna að setja myndir líka - allt í vinnslu hjá parísarbúanum.
oh já, fyrir tónelskt fólk þá mæli ég hiklaust með nýja Nova tunes 11 disknum. ógðsl. góður og Seu Jorge er bara snillingur. diskurinn hans verður næst keyptur.
hilsen að sinni:)