einu sinni var...

mánudagur, febrúar 14, 2005

órómantískasti dagur ársins

hmm, einn tilgangslausasti dagur ársins brátt finito - sem betur fer. mér var boðið í singles partý í kvöld að tilefni dagsins - ekki svona hook-up partý heldur hreinlega partý til að halda uppá að vera single - svipað og þegar samantha í satc hélt uppá ,, I dont have baby - partý!!!! fór reyndar ekki, en í staðinn voru nokkrir bjórir þjóraðir á hverfisbarnum ásamt 2 arkitektum sem kenna í skólanum. einn þeirra hafði komið til íslands 1973 sem túristi - hélt einhvern veginn að það hefðu ekki komið túristar til íslands fyrr en fyrir kannski max 15árum sko.
annars mjög skemmtileg helgi liðin - fór á föstudaginn til Bourg-En-Bresse á föstudaginn með Marie - loksins, loksins ferðaðist ég með TGV lestinni sem á íslensku myndi útleggjast sem lest mikils hraða - höfðum það bara næs með famile Marie á föstudaginn. fórum svo til Genfar á laugardaginn, 40min akstur endaði sem 3 1/2 tíma ferð með endalausum stoppum vegna umferðaröngþveitis á hraðbrautinni, áður en við komumst loks til genfar. fórum í nett sight seeing og búðaráp og enduðum kvöldið með nice dinner og svo barráfi í hinum mjög svo skemmtilega hverfi Cartuge. mæli alveg með genf - skemmtilegur international kokteill í gangi þar. og meðleigjandi minn að koma heim í þessum töluðu - hmm, greinilega að fleirum er illa við st.valentin en mér.
allavega 4dagar þangað til að ég kem heim í smá heimsókn til ÍSLANDS- jibbí. búinn að vera 5mán. í París, ágætt að fá smá reality check næstu vikuna. a plus tard...

sunnudagur, febrúar 06, 2005

no title...

sunday - bloddy sunday! well þynnka í boðinu í dag.
helgin var bara óvenju próduktív. einsog alltaf á föstudögum farið á barinn eftir skóla með marie og eduard - drykkirnir og málefnin mörg sem voru rædd - eitt af þessum skemmtilegum parísarkvöldum þar sem maður fær skemmtilega innsýn í franskan heim. ákveðið að skella sér til genf um næstu helgi með þeim - get ekki beðið, ferðast í TGV lest fá að sjá aðeins af france - hálfleikur um níuleytið, farið heim skellt í pasta og meðþví, nokkur góð símtöl og msn-sex við mína kæru christinu á ísland. seinni hálfleikur tekinn svo með eduard og kærustunni hans elize á æðislegum bar rétt hjá mér í 11th.
á laugardaginn fékk ég svo aðra skemmtilega innsýn í franskan heim en þá voru haldin víðsvegar um frakkland mótmæli vegna nýju stjórnarskrárinnar hans chirac sem inniheldur m.a. lengri vinnuviku ofl. byggingin sem ég bý í liggur á milli tveggja breiðstræta annars vegar boulevard Voltaire og hinsvegar boulevard Richard Lenoir. í parís er mjög vinsælt að halda mótmælagöngur frá Republique torginu niður að Nation torginu og liggur því leiðin framhjá byggingunni sem ég bý í. þurfti að fara út í búð og lenti beint í þvögunni. þegar ég kom aftur var allt á hershöndum í íbúðinni og pascal sem leigir mér herbergið nett stressaður, svo var mér litið útá svalir og sá þar hóp lögreglumanna gráa fyrir járnum og með allar græjur, þeir voru nú samt voða næs, tilneyddir að banka upp hjá okkur þar sem einu svalir húsins eru á þessari hæð.
annars var mál málanna hjá mér að nýta sér útsölur og reyna að finna skó og yfirhöfn, en sem fyrri daginn - still no luck, held að ég sé orðinn veikur hef aldrei átt svona erfitt með að eyða peningum í föt. annars var plan kvöldsins boð hjá sendiherranum vegna útgáfu Mýrinnar eftir arnald indriða á frönsku - fór með bergþóri og guðrúnu, mættum aðeins seint og eina sem beið var camenbert og paté ásamt 1/3 af rauðu - var ekki alveg nógu happy með þetta, vantaði svoldið class yfir einsog frakkarnir gera, en ágætt boð að öðruleyti - þar sem ekkert íslendingafélag er starfandi hérna þá funkerar sendráðið sem nett social gathering fyrir þessa fámennu íslendinga kreðsu hérna sem er bara gott mál - náði nokkrum númerum sem höfðu týnst þegar símanum mínum var stolið - fórum svo öll í boð til jóa franska rétt hjá montparnasse - ég og bergþór enduðum svo í mýrinni (vel við hæfi í tilefni kvöldsins), einu af hverfunum hérna í parís og þjóruðum og kjöftuðum til morguns. sunnudagur þynnkudagur - keypti miða til bourg-en-bresse sem ég ætla til næstu helgi - dvd - silfur egils þökk sé frábæru nettengingunni minni + ofmiklar upplýsingar um sexlíf íbúanna á hæðinni fyrir ofan þar sem herbergi mitt er greinilega undir svefnuherberginu þeirra - lærdómur og kafterí við hörpu sys og benzín - já bara ágætur sunnudagur

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

á ný í netheimum

jæja, loksins kominn með nettengingu, reyndar svoldið síðan, mar bara svo bíssí.... eða kannski ekki.

allavega er janúar liðinn og einsog ég hef tekið eftir hjá sumum þá er janúar leiðinlegasti mánuður ársins. hmmm, allavega ekki minn uppáhalds - 1 búinn og 11 to go!!!!
annars er janúar búinn að vera svoldið intense. fór frá köben 2.jan og setti nýtt persónulegt met. mættur 20min fyrir brottför á kastrup(sem betur fer var harpa sys. búinn að tékka mig inn á netinu) þannig að ég þurfti bara að prenta miðann úr einhverri vél og henda töskunni minni í baggage drop, nett stressaður reyndar að taskan myndi ekki komast með fluginu en þeir hjá kastrup klikka ekki og taskan komst heil á höldu til parísar - kláraði security checkið - 14min til stefnu - þurfti auðvitað að fara í hinn endann á terminalinu en náði í leiðinni að kaupa eina gjöf sem ég gleymdi, hvað gerir maður ekki fyrir vini sína - allavega náði ég með allt handfarangursdótið mitt að vera mættur í seinasta gateið 3min fyrir brottför. ætla mér samt ekki að slá þetta met í framtíðinni!
1.vika janúar fór í nokkurskonar prófaverkefnaviku. held að ég hafi aldrei verið svona stressaður fyrir eitthvað en sem betur fer rættist úr þessu öllu og gott betur.
Flutningar áttu sér svo stað, flutti á hægri bakkann - núna leigi ég herbergi í voða fínni íbúð rétt hjá skólanum við mikla gleði skólafélaga minna sem eyða mestum hlutadagsins að þvælast í metro og RER til og frá skólanum.
mjög fínt herbergi í svona týpísku Hausmann húsi, hátt til lofts ca 3,6m og svona deco og frísur utan - arinn og stór spegill uppí loft + svalir - get ekki beðið í vor þegar verður orðið hlýrra úti og sitja útí á svölum og spá í mannlífinu á boulevardinu.
Skólinn byrjaður á fullu trukki og ekkert gefið eftir 1 trimestrinu þannig að það verður spennandi að sjá hvernig málin þróast. Nú er stemmingin orðin meira "family" í bekknum og allt látið flakka - bæði gott og slæmt þannig að maður veit ekki á hverju maður von þegar mætir í skólann á morgnana - áhugaverðir timar framundann. sem betur er bróðurparturinn af bekknum okey og nokkur sem eru alveg súper fólk en sum eru alveg æ, sleppi bara að skrifa það
svo var seinasta helgi alveg brill. rannveig,fríða,andrea,trina og álfrún komu fyrir helgi og voru að fara á sýningarna og kaupa inn. hitti þær á fös,lau og sunnd. fórum út að borða og höfðum gaman. að sjálfsögðu var farið á ítalska staðinn á rue montmatre og eftir á barinn við hliðina á. á laugardagskvöldinu var ég svo kynntur fyrir hinum alræmda Tong Yen sem þær fara alltaf á og ég búinn að heyra svo mikið um. to sum it up - þá fékk ég þar einhvern besta mat sem ég hef fengið, öndin margumtalaða var hreint út sagt geðveik, fæ vatn í munninn bara að skrifa um hana, mmmmmmmmmmm
mæli eindregið með þessum stað!!
keypti mér svo miða til íslands í gær, fékk þetta fína tilboð frá flugleiðum + að ég verð í vetrarfríi seinustu vikuna í feb. þannig að það var bara ein lausn á þessari jöfnu = go to iceland!
verður fint að koma heim í smá break - ætla ekki að eyðileggja þetta frí einsog seinasta með lærdómi - fuck school og hafa bara gaman af er móttó febrúar mánaðar