einu sinni var...

föstudagur, desember 31, 2004

the last day at last!!

jæja 31.desember loksins runninn upp, réttara sagt - á enda kominn - 2 tímar eftir af þessum degi hérna í köben.
engin áramótheit ákveðin ennþá - hef smá tíma til að pæla í þessu.
annars er þetta jólafrí búið að vera bara ágætt, fínt að hitt mor og far og littlu fjölskylduna á Montmestervej, getað spókað sig um í stresslausu umhverfi kaupmannahafnar og fá smá brake frá lífinu í parís - annars er þetta ekki beint búið að vera frí, búinn að vera læra og klára nokkur verkefni sem ég á að skila í næstu viku. skólinn minn gengur undir nafninu école auswitch þessa dagana hjá mér - pressunni hefur verið haldið alveg þétt að okkur, nemendum, frá fyrsta degi, jólafríð var þess vegna nett dauðadæmt þegar kennararnir settu okkur öll þessi verkefni seinustu viku fyrir jólafrí. NOT FUN get ég sagt ykkur but enough of that.

úpps!!! alveg að gleyma þvi sem ég ætlaði að gera - óska ykkur öllum farsældar á komandi ári - megi það reynast ykkur öllum gæfuríkt!!! ást & hamingja 2005 hljómar það ekki fínt bara??'

takk svo fyrir það gamla sjáumst á því næsta:)


mánudagur, desember 20, 2004

jólaköben

jæja, þá er mar kominn til köben, beint í slabbið - minnir mann svoldið á heima. seinasta vika var svoldið hektík þannig að ég bloggaði rien - ég byðst forláts. vikan var svolið weird þar sem mér tókst ekki að sofa í 2 daga, lærði bara eitthvað og endurnýjaði kynni mín af sex and the city. veit ekki hvað það var kannski bara stress útaf skólanum. annars voru ,,litlu-jólin,, í skólanum á miðvikudagskvöldinu. árgangarnir skiptu á milli sín að koma með mat og svo var lagt í púkk fyrir drykkjum. svo var einn stór og mikill dressður upp sem jólasveinn og fólk settist á hné hans til að fá pakka. flestir kennararnir voru þarna og ég veit eigilega ekki hverjir voru fyllerí - nemendur eða kennarar! þetta var víst ekkert í samanburði við ,,busa,, partýið , sem ég missti af en samt nálægt því.
náði samt að eiga nokkur góð samtöl við kennarana mína, enda einsog sóley myndi segja; Bjarki, þú ert kennarasleikja dauðans frá helvíti!!! einhver verður nú að vera það - segji ég bara + alltaf nauðsynlegt að vita hvar mar hefur fólk! Fór í Louvre safnið með listssögutímanum mínum - 3skiptið mitt þangað og ég held að núna sé ég búinn að sjá 2%af safninu - it´s fokking HUGE!!
annars virkilega gaman að skoða svona art þegar maðuer er aðeins búinn að læra um það og læra um hvernig söfn virka - mar sér þetta þá einhvern veginn í nýju ljósi. Sá Monu Lisu eða La Giconda einsog frakkar kalla hana, umkringd hundrað manns eða svo - 90% japanir - flott málverk jú jú but bit over rated verð ég að segja. fullt af flottari verkum þarna. og smá viðvörun ef þið ætlið að borða á louvre farið þá á cafe marly sem snýr að flotta pýramída-innganginum hans I.M.Pei, ekki á veitingastaðina sem eru þarna niðrí mollinu - total turist rip-off.
Kom svo til köben á laugardaginn - mamma og pabbi koma á morgun.
litli benjamín, hörpu og tomma, er eitthvert mest krútt ever sem ég hef séð, could just eat him - reyni kannski að setja mynd af honum við tækifæri , my little cousin músímúsímú. allavega í bæinn á morgun og reyna að experiance christmas + sjoppa eithvað sniðugt í öllum flottu búðunum hérna. á tout á l´heure...


föstudagur, desember 10, 2004

Star Academy...

oh - bara 8 dagar þangað til ég fer til köben - get ekki beðið! fæ aldrei nóg af borginni. svo verður frábært að sjá litla babyboy hörpu og tommma. ég er ekki frá því að ég hafi elst eitthvað við þetta þ.e. að verða frændi samt enginn grá hár sjáanleg sembetur fer !!!!! og talandi um grá hár, þá tók ég eftir því í vikunni (eftir að ein í bekknum sýndi mér að hún væri byrjuð að grána - hún er 21!!!!!)að það eru rosalega margir í skólanum, fólk yngra og eldra en ég, sem eru komnir með slatta af gráu. svo er fólk er ekkert að skella í litun, neinei bara leyfa þessu að vera - auðvitað allir dökkhærðir tek ég fram. ég held að ég hafi í fyrsta skipti verið ánægður með að vera blonde - ég hef alltaf verið mjög óánægður með litinn en þakka nú bara fyrir mig - allavega ekki í bráðri hættu að fá skalla eða grá hár(allavega ekki fyrr en eftir ofmörg ár!!)

annars vikan loksins buin og eg get farið að einbeita mer betur að 2risaverkefnum sem ég á að skila á mánudaginn og öðru á þriðjudaginn. það sem stendur samt annars uppúr er mjög svo skemmtilegt 34klukkstunda samfelld vaka hja mér miðvikudag til fimmtudagsnætur (og mættur í skolann í morgun - held ég sé búinn að læknast af 3rd class syndrominu sem ég fekk i kvennó!!) fór með marie bekkjarsystur minni á frábæra opnun í 3.hverfinu hjá ljósmyndara/teiknara sem ég bara man ekki hvað heitir. allavega þá var þetta sýning á svona skopmyndum sem eru alltaf birtar eftir hann í EllE décor/maison blaðinu. allt fullt af professional liði úr hönnunar og útgáfugeiranum + allt flæðandi mjög góðu bollinger:) okkur fannst það nú ekki slæmt enda ófá glösin sem voru drukkin. þurfti reyndar að svara of mörgum spurningum einsog: ,, þekkiru björk,, eða ,, ertu skyldur björk,, eða eitthvað í þá áttina!!! náði mér í eitt poster sem mér fannst of fyndið, hafði ekki alveg efni á myndunum, veit ekki alveg hvort ég gef það í jólagjöf eða hengi það upp hjá mér.. who should be the lucky one hmm.

jæja farinn að horfa á bestu raunverkuleikasjonvarpsþætti ever. http://staracademy.tf1.fr/
svolid einsog idol nema bara 24/7 og flottara!!
undanúrslit í kvöld sko. hver ætli komist í úrslit Mathieu eða Grégory??? hmmm of erfitt - vill ekki leyfa mér að hugsa svona langt - of erfitt!!!!! eina sem vantar er min kæra natalie aka Idioma barcelona. ekki ófáar stundirnar sem við áttum með StarAc sé ekki minnst á allar flöskunnar sem voru..hmm... nei fer ekkert í þá sálma hér .

góða helgi öll sömul - a la prochain!!!

smá uppdate! eftir æsispennandi atkvæðagreiðslu og alveg frábærann þátt (frakkar kunna sko að gera gott TV en meira um það seinna) var það Grégory sem komst í úrslit - hann átti það alveg skilið - fattaði að hann er nokkurskonar clay aiken þ.e. röddin, samt flottari einhvern veginn + að hann er talsvert heppnari með lookið.
svo verður bara spennandi að sjá hvort það verður hoda eða lucy sem komast í úrslit. vona að það verði hoda. samt erfitt þar sem þau eru öll ógeðslega góð - erfitt...

sunnudagur, desember 05, 2004

ferðalög, miss france og styrktarsafnanir

rakst á svona skemmtilegt kort þar sem mar getur sett öll löndin inn sem maður hefur komið til. gerði mér grein fyrir að ég hef bara komið til 14landa... sum þekkir maður nú reyndar einsog handabakið á sér, önnur hefur maður bara eytt nokkrum dögum í.
annars finnst mér alveg ótrúlega gaman að ferðast og sjá nýja hluti, held reyndar að flestum finnist það, þó svo að flugvellir og svoleiðis séu eitthvað það leiðinlegasta sem ég veit um.
Næsta ferð verður eftir 2 vikur þegar ég fer til köben, eyði jólunum þar með Hörpu systur, Tomma mági og litla prinsinum sem þau voru að eignast. Mamma og pabbi koma lika út og verða yfir jólin og áramótin. Verður virkilega skemmtilegt og líka skrýtið að eyða þessum tíma ekki heima, hitta alla og svona. Skrýtnast örugglega samt að ég verð ekki að vinna, verði í fríi!! byrja reyndar í prófum 3.jan þannig að ég verð nú öruggleg að læra eitthvað fyrir þau en samt í fríi. Hef unnið öll jól síðan 94 (mínus 97jólin) einsog brjálæðingur og jóladæmið einhvern veginn farið framhjá manni - kannski þess vegna sem maður er ekki neitt jólabarn.
Svo er það bara næsta ferðalag - man ekki hvenær diljá er í frí en hún var að tala um að harpa ætlaði að koma út til sín í febrúar - spurning hvort að það verði tekið árparísvín?????????? einsog talað mikið um.
ég er í frí frá 19feb til 27feb - stelpur!! óska eftir commentum frá ykkur á þetta. Sá einmitt Bounty Calypso í búð hérna um daginn og var hugsað til ykkar stelpur!!! hehe
Annars dauðlangar mig líka til Barcelona og hitta my better half Natalie og Sóley&Edu. Barcelona er einhver skemmtilegasta borg sem ég hef komið til - gæti alveg hugsað mér að búa þar.
Horfði á Miss France í gær - frakkar kunna sko að halda fegurðarsamkeppnir get ég sagt ykkur enda mjög uppteknir af beauty!!! Sú sem heldur keppnina er gamalt brýni og tíður gestur í spjallaþáttum sjónvarpsins , engin elín gests sko!, er alltaf í sömu dragtinni , hvítri með navy boðungum og navy hatt með hvítri slaufu og með navy leður veski!! fyrir þá sem höfðu áhuga á þessum upplysingum!! þar svo ágætt að vera staðfastur í sinni trú og ekkert flækja hlutina neitt frekar.
fyndið að fylgjast með þessu flestar stelpurnar voru hjúkkur eða í markaðsfræði, svo var reyndar ein sem var búin með master í eðlisfræði og stefndi á doktor í einhverju svona kjarnorku dæmi, hún vann nú reyndar ekki en komst í 5manna úrslit - sú sem vann var ungfrú Normandie og að sjálfsögðu kom þetta henni í opna skjöldu og mörg tár féllu. Annars er búið að vera mega télethon hérna á france 2. þetta er svona árleg söfnun í sjónvarpi - í beinni útsending frá öllu frakklandi þar sem er safnað fyrir mænu og heilaskaðastofnunina hérna í frakklandi. og upphæðin sem var safnað, um 8 milljarðar ísl. króna hvorki meira né minna!!!!!!!! og allur þessi peningur rennur óskiptur til stofnunarinnar vegna þess að allir gáfu vinnu sina!!!!laugardagur, desember 04, 2004

loksins komin helgi...

Dagurinn sem ég er búin að bíða eftir alla vikuna - finally kominn í helgarfrí, reyndar ekki mikið frí þar sem kennararnir eru búnir að dæla verkefnum yfir okkur sem við þurfum að klára fyrir jólafrí!! Helgin mun semsagt fara í að klára litamöppu fyrir þriðjudaginn - milljón teikningar af verkefni sem ég er að gera um húsnæði sem er staðsett í frumskógi í Indónesíu fyrir mánudag - 2 verkefni um byggingar sem ég má velja sjálfur fyrir miðvikudaginn, annað verður allavega óperuhúsið nýja í köben, skoðaði það þegar ég heimsótti hörpu og tomma í nóvember - mjög flott bygging!!! svo þarf ég að halda kynningu á verkefninu mínu í visual communcations á fimmtudaginn. nýr kennari með okkur, þar sem paul sem byrjaði að kenna okkur er farin til tokyo í eitthvað mjög stór 3mánaða verkefni. nýji kennarinn heitir sherry frá USA og hefur þann skemmtilega sið að mæta alltaf með labrador hundinn sinn í skólann, hann er reyndar mjög sætur, kolsvartur og heitir baz, en þetta er svo sem ekkert skrýtið hérna í france þar sem fólk tekur hundana sína með sér allsstaðar, meira að segja er fólki bent á að halda á hundunum sínum í rúllustigunum í Pompidou safninu einsog það sé hinsjálfsagðasti hlutur að taka hunda með sér á listasöfn - mais c´est la france!! hápunktur vikunnar var þó ,,sumarbústaðaferð,, bekkjarins í gær. Marie bekkjarsystir mín bauð bekknum í hús afa síns og ömmu suður af parís sem hún er að passa meðan þau eru í burtu. risastórt hús með 11 svefnuherbergjum þannig að það fór voða vel um alla. allir komu með eitthvað með sér, uppáhaldið mitt var víetnamískt margréttað hlaðborð sem Linda og kærastinn hennar Mamado elduðu. þessu var svo skolað niður með dýrindis árgangi af Cabernet Sauvignion úr vinkjallara afans... að víetnamískum sið var borðað með puttunum eitthvað sem frakkarnir kunnu vel að meta - enda fylgdi sú útskýring með að frakkar væru hinir mestu matgæðingar vegna þess að þeir borðuðu einsog svín!!! fannst nú nokkuð til í því...
nóttin endaði svo bara nokkuð seint eða bara ekki hjá sumum í bekknum, enda þurftu allir að fá sinn skerf af trúnó við útlendinginn - held að ég sé með miða á mér sem ég sé ekki: ,,ef þú átt við vandamál að stríða please talk to me"
jæja farin að skrifa jólakort... góða helgi