einu sinni var...

mánudagur, október 03, 2005

ekki mikil afköst hjá manni undanfarið. bloggaði eitthvað um daginn en tölvan fraus og allt datt út. er annars búinn að vera giftur vinnunni minni síðan ég kom heim. ískyggilegt hvað tíminn er fljótur að líða. ætti að vera að byrja í skólanum útí hefði ég haldið áfram en þess í stað stimpla ég mig bara inn hjá tískumafíunni kl.9 í fyrramálið. sérstök tilfinning að halda ekki áfram. veit samt að það eru aðrir hlutir sem bíða handan við hornið. fór til parísar via köben um seinustu helgi, kom svo heim á miðvikudaginn. þegar ég var lentur á charles de gaulle flugvellinum og labbaði inn flugstöðina fékk ég nú nettann hnút í magann, munandi eftir því þegar ég var þar seinast í júní með 120kg, fullt af pokum og pinklum ásamt því að vera með massífa lungnabólgu og mættur á völlin 30min fyrir brottför. ég held að ég hefði dáið hefði edouard vinur minn og elize kærastan hans ekki verið þarna með mér. parísarborgin leit annars bara vel útí haustlitunum, hlýtt en smá vindur. eitthvað annað en vetrarveðrið sem er boðið upp á hérna á íslandi.
keypti mér nip/tuck seríu 2 útí. varð mega fan eftir seríu 1 og var að enda við að klára boxið sem ég keypti úti. er dr. christian troy ekki ein skemmtilegasta dirty bastard týpa sem hefur verið kynnt til sögunnar? ég bara spyr.
annars var þessi helgi bara nokk góð. staffadjamm með retro crewinu á tapas og vegó í gær. mikið drukkið, reykt og dansað. svo er voða gaman í vikunni en þá kemur hún dillan til landsins og ég hún og harpa ætlum að gera eitthvað ríkisbubba. hlakka svo mikið til.

þriðjudagur, júlí 26, 2005

in retro....spective

bloggleti eða blogg vanræksla, ég veit ekki hvað maður á að kalla þetta. veit ekki afhverju ég er svona latur að skrifa hérna, kannski af því að ég er núna staddur á íslandi og finn ekki fyrir þessari þörf að tjá mig hérnam - hlutirnir alltaf svo öðruvísi í útlöndum, mar so global einsog diljá segir.
er staddur þessa dagana í nettu limbó. nokkrir dagar þangað til að svarið frá danmarksdesign. veit ekkert hvað ég á að gera, ætla samt að reyna að hugsa sem minnst um þetta næstu daga. svona til að jinxa þessu ekki alveg.
vinna gengur bara nokkuð vel, mínus það facta að það er ömurlegt að vinna inni þegar það er gott veður, hef reynt fara í sund strax eftir vinnu svona rétt til að fá fílinginn.
Helgin var annars bara nett helluð, byrjaði á litlum laugardegi á fimmtudeginum með natalie, svo edrú föstudegi á brennslunni og vegó (sem nota bene hefur bara aldrei gerst svo ég muni til!!!) með grétu og fólki úr vinnunni, laugardagurinn var svo haldinn hátíðlegur með staffadjammi á hlöðuballi uppí laxnesi - alveg geggjað. svo margt frábært fólk sem ég vinn með og ennþá skemmtilegra að djamma með því enda vant djammfólk. christina og ég bjuggum til táknmál fyrir hlyn sem var að fara út að hitta paul hjá p.smith. ég og christina þurftum eigilega ekki nema að líta á hvort annað og þá misstum við það - en að sjálfsögðu allt undir rós og mjög local þannig að enginn skildi okkur sem er bara fínt þar sem þetta er slúðurfyrirtæki dauðans.
eitt sem ég svo fattaði var að ég er orðinn svoldið gamall og fullt af ungu fólki byrjaði að vinna þarna, mjög ungu, ekki komið með aldur ungu, ég veit ekki hvert þetta land stefnir ungu.
siggi í smash er svo auðvitað bara snillingur og rústaði búningakeppninni sem sheriff siggi. ég fékk tóbaksklút hjá birnu á skrifstofunni og lét það nægja í kúreka stílnum. annars var ég bara í köflóttri diesel skyrtu gamallri og engum jakka eða bol, með aðeins hneppt niður, samt ekkert a la olli, fólki fannst allavega mjög gaman að rífa hana af mér - skil samt ekkert afhverju ég fékk ekki lungabólgu eða eitthvað álíka þar sem ég hlýt að vera ein mesta kuldaskræfa norðan 66gráðanna.
svo var það bara bærinn lára og stínan og skot og skot og vegó og ölstofan.
ég að deyja en hitti svanhvíti og einhverja peyja sem eru að vinna í 17 með mér, enda aftur á öl með hörpu og svansí og fleirum, svo 22 með flísa og matta sem þóttist vera ég á barnum með svanhvíti og var að reyna að þykjast selja sig sem ég... so many have tried....
svo 30símtöl til láru, flísi,kvennólið, addi, harpa,matti, svansí, öll brauðin búin á hlölla, harpa brjáluð, rúnturinn, stalkerinn hittir okkur aftur, kebab, hollt, stjórnun og markaðsfræði í ha, eftirpartý, bogga, kvennólið, barnið okkar hörpu hún bríet brók, pabbahelgi, kl. 10 komið heim, 18 vaknað, tímalaus, pepperoni special, kjaftað og símarfundnir....... já bara ágætis helgi
bisous xxx

miðvikudagur, júlí 13, 2005

checkpoint

update í stuttu máli:

Barcelona: djamm, fyllerí, ströndin, sólbrenndur, sólbrúnn, natalie & sóley

París: kvef, hiti, 3dagar, meðvitundarlaus, sviti, flugvöllur, yfirvigt, aldrei aftur

Reykjavík: lungabólga, lyf, vinir & vandamenn, Brúðkaupið yndislega, dýna í stofu, allt í drasli, djamm, slúður, trúnó, smáralind, retró, twighligt zone og ekkert adsl

... og hvar er svo þetta sumar spyr maður sig?

mánudagur, júní 13, 2005

smá fréttir

búið að vera svo mikið að gera + var lengi að jafna mig eftir allt stressið í seinustu viku. annað stress tekið við: hvernig á ég að koma öllu draslinu mínu heim -100kg veit ekki hvernig ég á að fara að því??? verðlaunaði mig um helgina með einu atriði af óskalistanum - svo ánægður með kallinn !!!
barcelona á morgun , 1 vika í sól og gleði - get ekki beðið
svo föstudagurinn í næstu viku þá verð ég á leiðinni heim.
12 dagar til stefnu

miðvikudagur, júní 08, 2005

loksins búinn

jæja þá er maður loksins búinn í skolanum og við manni blasir fallegt sumar. eftir angist,stress og svefnlausar nætur tókst mér að rúlla upp dómnefndinni með verkefnunum mínum and it felt good!!!!!!!!!!!!!!!! :) fékk svo að vita í dag að allt væri okey þ.e. öll vinnan í gegnum árið þannig að ég væri velkominn á 2árið. jibbííiiii.....................
partý hjá Lindu í kvöld og svo smá ferðalega til Champagne héraðsins á fimmtudag, kíkt á vínekrur og svona - virkar mjög spennandi..... og svo bara barcelona í næstu viku og svo slúttpartý skólans og svo minns bara kominn heim. tíminn er stundum allt of fljótur að líða

föstudagur, júní 03, 2005

smá könnun

smá window shopping í dag - óskalistinn er langur en 3 atriði eru offreistandi, málið er að ég ætla að kaupa bara 2(enda örugglega að kaupa allt en ætla að reyna að halda í við mig :)
1.hlutur I-pod : seinast þegar ég ætla að kaupa i-pod eyddi ég öllum peningnum í kampavin, hmmmm, en það var alveg þess virði get ég sagt ykkur - var frábært kvöld.
2.hlutur gallabuxur : engar venjulegar gallabuxur get ég sagt ykkur - eru ógeðslega flottar!!!!!!!!!!!!!! alveg one of a kind þannig séð enda kosta líka sitt. veit samt að ég á eftir að nota þær lengilengilengi. verði toppar samt buxurnar sem ég keypti í amsterdam með hörpu og diljá og kostuðu þær buxur sitt.
3.hlutur skór : alltaf getur maður blómum á sig bætt eða þannig, æðislegir koníakslitaðir leðurskór, flottir við gallabxur og flottir við jakkaföt. veit að ég á eftir að nota þá mikið - langtímafjárfesting, reyndar einsog allt hitt líka. allavega er nettur valkvíði í boðinu - erfitt þegar manni langar í allt.
fv.fjármálaráðgjafinn minn er vinsamlegast beðin um að commenta á þetta + að láta mig vita hvort hún sé í barcelona 14-21júní

já og heimferðin er komin á hreint - lendi á miðnætti 24júní sem er flöskudagur - Harpa þú ert skyldug til að vera í frí og halda partý hehe

á tout á l´heure

þriðjudagur, maí 31, 2005

franskt nei

komst að því í dag að ég er umkringdur frönskum hægrimönnum í skólanum - ekki að það sé neitt að því sko, komst bara að því þegar við vorum að ræða úrslitin frá því í gær. held að skólinn gefi ekki alveg þverskurð af frönsku samfélagi heldur þverskurð af frönsku burgouise(man ekkert hvernig það er skrifað). alveg nokkrir einstaklingar svona versailles, notað um þá sem koma frá Versala svæðinu sem á víst að vera svoldið snobbað, í bekknum. fékk sms frá christinu vinkonu á föstudaginn: ,,
hvenær ætlaru að hunskast heim?? og svona til að svara þessri mjög svo ánægjulegu spurningu að þá er heimferð áætluð 20 eða 25júní sem er nota bene bara eftir hvað 4vikur???' tíminn líður of hratt verð ég að segja..
já og svo er það hann atli minn sem var að útskrifast á laugardaginn úr leiklistardeild LHÍ TIL HAMINGJU!!!!!!!! sannur snillingur þar á ferð - og spúsa hans ekki síðri. enda datt þeim það snjallræði að venda kvæði sínu í kross og láta pússa sig saman 2.júlí nk. love you guys:)

fimmtudagur, maí 26, 2005

loksins orðið heitt

Vííííiiiiiii!!!! áttaði mig á því í dag að það er komið sumar.
sól í gær og sól í dag og ég kominn með lit:) borgin breyttist bara í einu vetfangi, allir á sandölum, kvartbuxum og hlýrabol - öll kaffihús opin upp á gátt og fólk situr lengi frameftir - bóhemandi í loftinu.
seinasti venjulegur skóladagur er á morgun, næsta vika fer svo í undirbúning þ.e. arkitektaverkefnið sem er einbýlishús og garður, hönnunarverkefnið sem er eldhús og bað og svo dossier/mappa sem við þurfum að búa til úr öllu því sem við höfum gert þetta árið.
flest allt er vel á veg komið en næsta vika og næstu tveimur helgum verður varið í skólanum - ekki alveg 24/7 en svona næstum því!! sumarið framundan - kominn með vinnu sem er gott mál en veit samt ekki hvað ég verð að gera eða hvar ég verð að vinna-kringlan eða laugó veit ekki hvort sé betra, kemur í ljós.

miðvikudagur, maí 25, 2005

vor og sól

fór með bekknum til Versala í dag.
2skiptið sem ég fer þangað og alltaf jafn áhugavert.
höllin sjálf að framan ekkert spes - allir þessir mismunandi stílar klesstir saman, enda byggt í tíð 3konununga, virka einhvern á mig svoldið yfirþyrmandi. garðurinn sem er bakvið er aftur á móti virkilega skemmtilegur, risastór, nei meira, risarisastór!! gengum út um allt, stórir garðar og inní þeim fullt af litlum görðum með gosbrunnum og svona. Edouard bekkjarfélagi minn fór á bíl þannig að við gátum fengið nokkrir far með honum - miklu betra en að taka helv. RER lestarnar. Hitti Auricio og fékk ekkert smá flottar capoeira buxur beint frá brazil, frá honum - eru þið ekki alveg að sjá mig taka nokkur capoeira spor???? nei, kannski ekki alveg hehe - svoldið flóðhestavatnið ekki satt.
seinustu kvöldum hefur verið varið í skólanum, verkefnið mitt er að verða svo flott - þvílíkt stoltur hehe:) og næstu kvöldum fram að 6júní verður varið þar. útskriftarkrakkarnir eru byrjuð að sofa suma daga í stofunum sínum - stressið hjá öllum að nálgast hámarki.
núna bara 2 vikur eftir!!!!! jibbíííii

laugardagur, maí 21, 2005

vikan sem leið

nokkrir punktar úr vikunni:
* voða góðar fréttir frá danmörku - eitthvað sem ég var svo tvísýnn um
* verið á milljón að klára verkefni
* fengið hrós fyrir þessi verkefni
* hlegið og hlegið og hlegið ennþá meira
* horft á nip/tuck seriuna sem er alveg með því besta í framhaldsdrama sem ég hef séð í langan tíma, ég meina dr.Troy... það er enginn honum líkur.
* horft á júróvisíon á rúmenska rúv þar sem france sýndi ekki frá undankeppninni - mjög fyndið þar sem rúmenska er að mig minnir latin mál þannig að mar skildi svona bits and pieces.
* vonbrigði með showið og þetta allt saman - þessi víðu kranaskot voru eitthvað sem ekki var að gera sig fyrir aumingja selmu.
* mikil ánægja með íslensku búningana!!! hvað er að fólki, búningarnir voru mjög flottir hjá henni Hildi H. Selma og stelpurnar voru bara ekkert smá chic - einsog mar myndi segja á frönsku.
*eignast aðdáenda
*upplifað miklu skemmtilegra festival en semifinal-júróvisíon en það var jesú gangan sem tók 3tíma að fara framhjá húsinu sem ég bý í. milljón manns og fullt af svona litlu böndum á pallbílum, allt undir svona afrískum blæ - brjálað show og gaman að fylgjast með þessu af svölunum.
*saknað myndavélarinnar minnar alveg ótrúlega mikið - enn í viðgerð í danmörku - helv. danskur service.
*pælingar hvernig sumarið verður......
gott í bili, farinn að læra og svo júró partý í kvöld hjá henni Kötu...

þriðjudagur, maí 17, 2005

happy news

vildi bara deila með umheiminum að ég komst áfram þ.e. prófið hjá danmarksdesignskole var dæmt gilt!!! ég er búinn að bíða síðan á föstudaginn að vita niðurstöðuna þar sem mamma og pabbi voru í london og frídagur á íslandi í gær. ég er þolinmóður, ekki hægt að segja annað. allavega nú krossar mar bara fingurna og bíður til 28.júlí eftir svari um skólavist. Danir ekkert að flýta sér. 2 down and 1 to go - 2mánuðir það er fljótt að líða. hilsen

pissað í buxurnar!

okey, eitt fyndnasta moment sem ég hef upplifað gerðist í dag.
við erum að tala um að ég hélt að ég myndi pissa í buxurnar, er ennþá með verki í maganum eftir allan hláturinn.
Allavega málið er það að á þriðjudagsmorgnum er ég í módelteikningu þ.e.a.s módel, karl eða kona, kemur og stillir sér í hinar ýmsu pósur sem geta varað allt frá 2min. til 2tíma. bara svona til að taka það fram þá eru módelin alltaf nakin.
Módelið í dag var kona á besta aldri, frekar íturvaxin og allt farið að síga svoldið mikið. sem betur fer gat spikið hvílt á rassinum á henni sem var mjög myndarlegur. svo gægðust einhverjir 2 títiprjónafætur þarna niðurundan öllu saman - minnti svoldið á söngkonuna hjá Jabba the Hut, star wars - return of the jedi, ef það segir ykkur eitthvað.
allavega við vorum búin að teikna hana í bak og fyrir allan morguninn áttum bara eftir seinustu pósuna, sem er sú lengsta 40mín, svona þannig að við gætum virkilega vandað okkur. Konan kom sér vel fyrir, lagðist á bakið,á stallinum sem hún pósar á, bætti kodda undir höfuðið þannig að það færi nú betur um sig og svona. svo er bara go hjá kennaranum og allir byrja að mála og kennarinn fer út úr stofunni. á þessu stigi eru allir voða einbeittir þannig að mar myndi heyra saumnál detta. eftir svona 5mín byrjaði ég að heyra eitthvað sem ég vissi ekki alveg hvað var þannig að ég lagði betur við hlustir. og viti menn var módelið ekki bara þá sofnað og það sem ég heyrði var eitthvað sem hún var að muldra úr svefni! okey það var fyndið en þegar konan byrjaði að hrjóta, fyrst lág og svo hærra og hærra hélt ég að ég myndi pissa í mig!!! allir voru að reyna að halda einbeitingunni og halda áfram að vinna, bíðandi eftir að kennarinn kæmi og vekti hana eða eitthvað, en það varð bara alltaf erfiðara og erfiðara. svo þegar gellan byrjaði að klóra sér á bringunni og hrjóta hærra og hærra og muldra meira - já þá hné ég í gólfið ég tárin fossuðu út. allir bekkkurinn var að sjálfsögðu hættur að mála og fólk grenjandi þarna úr hlátri, gellan allsber í öllu sýnu veldi ennþá sofandi, muldrandi, klórandi, hrjotandi og enginn kennari. loksins kom nú kennarinn og ýtti aðeina við konunni. en hún tók þessu ekkert illa heldur hló bara með.

sunnudagur, maí 15, 2005

tedance

í dag verður farið á tedans. BlackBeurBlond 3BBB á FolliesPigalle´s
örugglega áhugaverð experiance - fyrsta skiptið sem ég kemst með.
á morgun eru það svo ekkifréttir af danmarksdesign....

laugardagur, maí 14, 2005

vikan sem leið

já svoldið skrýtin vika brátt á enda. hún byrjaði nú ekkert alltof vel þar sem ég lærði alla aðfaranótt mánudagsins og fór beint í skólann á mánudagsmorgni. eitthvað sem er farið að verða að reglu hjá mér fyrir alla arkitektatíma - slæm þróun. sem betur fer eru nú tímarnir alltaf mjög áhugaverðir þannig að maður þraukar þá svona ósofinn + að nokkrir kaffibollar gera sitt gagn. einbýlishúsa verkefnið sem hver og einn er að gera með sínu nefi er komið á lokastig og gaman að sjá hvernig hlutirnir hafa þróast ólíkt hjá okkur í bekknum. sumum finnst mikilvægt að hafa öll rýmin mjög lokuð og afmörkuð meðan aðrir hafa þetta allt i einum geym með nokkrum afmörkuðum skilrúmum, svo aðrir sem vinna með dagsljósið og hvernig hægt er að stjórna því svo eitthvað sé nefnt, allt mjög áhugavert. erum reyndar búin að fá þá skipun að bæta sundlaug við verkefnið þ.e. húsið á að vera með sundlaug - einsog það sé hinn sjálfsagðasti hlutur!!!!! en þar sem þetta er nú einungis skólaverkefni þá getur maður auðvitað leyft sér hitt og þetta. Svo bý ég reyndar svo vel að því að hún Sóley Master einsog hún vill láta kalla sig !!! hehe , fór einmitt í náminu sínu í heimsókn til sundlaugafyrirtækis á spáni - þannig að sóley ef þú lest þetta þá er ég að treysta á þig með gott info!!! var einmitt að hugsa um að hafa sundlaugina mína bara eina svona rönd, eða hvað kallar maður það; sundbraut? sundlaugin mín á að vera svoleiðis enda hvað gerir maður í sundi? mar væntanlega syndir. Sumir ætla að taka annan vinkil á þetta og eru búin að setja sínar eigin árbæjarlaugar í verkefnið. fannst fyndið og á sama tíma mjög skrýtið að hafa sundlaugar sem eru stærri en 140fm, en húsið er það stort, í verkefninu sérstaklega í ljosi þess að þetta er sundlaug fyrir hjón með eitt 4ára barn sem eru ,,ímynduðu,, kúnnarnir okkar. en svona er þetta bara.... kannski er ég bara of raunsær , hmmmm ??? allavega þá kom ég heim þarna um 7leytið og fór beint í bólið, en gleymdi að slökkva á simanum mínum og var vakinn um 1leytið þ.e. 1 um nóttina , af mömmu sem var að þakka mér fyrir blómin sem við harpa sys höfðum sent henni. eftir það gat ég hreinlega ekki sofnað aftur og náði ekki að sofna fyrr en um morgunsárið sem leiddi svo til þess að ég vaknaði um tvö á hádegi og var búinn að missa af skólanum sem er ekkert sérlega vinsælt þar á bæ. þessar 4 vekjaraklukkur sem ég vakna við á morgnana voru ekki að standa sig heldur, þar kannski að bæta við þeirra fimmtu???? þau sem þekkja mig geta kannski skilið þetta enda frægt þegar ég svaf ágætan part af sólarlandarferð til Rhodos "99.
já og talandi um svefn, var að uppgötva að maður getur séð sketza úr þættinum Strákarnir á veftíví. þegar þeir vekja Jóla Fel og Guðna Bergs er bara fyndið - ætti kannski að panta svoleiðis vakningu þegar ég þarf alveg nauðsynlega að vakna:)
svo er komið á hreint að það verður einni viku bætt við skólann, ekkert við þvi að gera, bara ánægður að það voru ekki 2vikum sem var bætt við.
Fékk svo í póstinum í dag alveg voðalega skemmtilegan og flottan CD sem reyndist vera boðskortið í brúðkaupið hjá honum Atla mínum og Bryndís. þau gera hlutina alltaf með stæl og sínu nefi og diskurinn eftir því flottur!!! Ég er strax kominn með fiðring í magann fyrir þessu öllu, reyndar búinn að vera með hann síðan seinasta haust að mér var tilkynnt þetta, enda á maðurinn að vera veislustjóri ásamt bryndísi vinkonu bryndísar(skemmtilegar nöfnur það!!!!)
já svo kíkti ég aðeins inn á oprah.com til að athuga hvort hægt væri að sjá þáttinn þar sem ísland var meðal umræðuefnis. sá fína grein um þetta á vísi og nokkur comment þar sem held ég að sögðu allt sem segja þarf um þetta. á vefsvæði oprah.com þá er greinilegt að langstærstur hluti commenta þar snýr að því hvað fólki hafi blöskrað hvernig frú booty hafi látið við viðmælendur sína frekar en að eitthvað tal um hvenær ísl. stelpur fari fyrst að sofa hjá. held reyndar að einu kommentin um það hafi komið frá einhverjum ísl.konum og voru auðvitað á báða vegu. sá reyndar clip á síðunni ,,after the show,, þar sem hún spjallar aðeins við gesti í sal eftir að eiginlegur þátturinn er hættur. þar blaðara hún um að hún þurfi að losna við 10pounds og ætli að láta sprauta rezilíni í andlitið og eitthvað svona , og já að hún hafi latið nýverið setja göt í eyrun og talar einhvern veginn um að það sé ekki eðlilegt að hafa göt í eyrunum hvað þá að setja þau í á gamals aldri , lýtur svo við og segir eitthvað á þessa leið,, svanhildur, icelandic women must do this also very young þ.e. setja göt í eyrun. ekki að þetta hafi verið neitt merkilegt heldur meira tóninn sem hún sagði þetta í. hef einhvern veginn á tilfinningunni, án þess að hafa séð þáttinn, að þátturinn segi meira um Oprah Winfrey eða þá pródusentana hennar heldur en um ísland eða Svanhildi Hólm.

þriðjudagur, maí 10, 2005

til hamingju mamma!

þessi færsla er tileinkuð sérstaklega hennni múttu en í dag var hún kjörin heiðursfélagi í stéttarfélaginu sínu, félagi ísl.hjúkrunarfræðinga. þar sem við systkinin ólumst upp við að vera alltaf á eilífum þvælingi með mömmu vegna starfa hennar fannst okkur svoldið súrt að vera ekki með henni í dag. sendum þó risablómvönd i staðinn. TIL HAMINGJU MEÐ ÞETTA MAMMA MÍN!