bloggleti eða blogg vanræksla, ég veit ekki hvað maður á að kalla þetta. veit ekki afhverju ég er svona latur að skrifa hérna, kannski af því að ég er núna staddur á íslandi og finn ekki fyrir þessari þörf að tjá mig hérnam - hlutirnir alltaf svo öðruvísi í útlöndum, mar so global einsog diljá segir.
er staddur þessa dagana í nettu limbó. nokkrir dagar þangað til að svarið frá danmarksdesign. veit ekkert hvað ég á að gera, ætla samt að reyna að hugsa sem minnst um þetta næstu daga. svona til að jinxa þessu ekki alveg.
vinna gengur bara nokkuð vel, mínus það facta að það er ömurlegt að vinna inni þegar það er gott veður, hef reynt fara í sund strax eftir vinnu svona rétt til að fá fílinginn.
Helgin var annars bara nett helluð, byrjaði á litlum laugardegi á fimmtudeginum með natalie, svo edrú föstudegi á brennslunni og vegó (sem nota bene hefur bara aldrei gerst svo ég muni til!!!) með grétu og fólki úr vinnunni, laugardagurinn var svo haldinn hátíðlegur með staffadjammi á hlöðuballi uppí laxnesi - alveg geggjað. svo margt frábært fólk sem ég vinn með og ennþá skemmtilegra að djamma með því enda vant djammfólk. christina og ég bjuggum til táknmál fyrir hlyn sem var að fara út að hitta paul hjá p.smith. ég og christina þurftum eigilega ekki nema að líta á hvort annað og þá misstum við það - en að sjálfsögðu allt undir rós og mjög local þannig að enginn skildi okkur sem er bara fínt þar sem þetta er slúðurfyrirtæki dauðans.
eitt sem ég svo fattaði var að ég er orðinn svoldið gamall og fullt af ungu fólki byrjaði að vinna þarna, mjög ungu, ekki komið með aldur ungu, ég veit ekki hvert þetta land stefnir ungu.
siggi í smash er svo auðvitað bara snillingur og rústaði búningakeppninni sem sheriff siggi. ég fékk tóbaksklút hjá birnu á skrifstofunni og lét það nægja í kúreka stílnum. annars var ég bara í köflóttri diesel skyrtu gamallri og engum jakka eða bol, með aðeins hneppt niður, samt ekkert a la olli, fólki fannst allavega mjög gaman að rífa hana af mér - skil samt ekkert afhverju ég fékk ekki lungabólgu eða eitthvað álíka þar sem ég hlýt að vera ein mesta kuldaskræfa norðan 66gráðanna.
svo var það bara bærinn lára og stínan og skot og skot og vegó og ölstofan.
ég að deyja en hitti svanhvíti og einhverja peyja sem eru að vinna í 17 með mér, enda aftur á öl með hörpu og svansí og fleirum, svo 22 með flísa og matta sem þóttist vera ég á barnum með svanhvíti og var að reyna að þykjast selja sig sem ég... so many have tried....
svo 30símtöl til láru, flísi,kvennólið, addi, harpa,matti, svansí, öll brauðin búin á hlölla, harpa brjáluð, rúnturinn, stalkerinn hittir okkur aftur, kebab, hollt, stjórnun og markaðsfræði í ha, eftirpartý, bogga, kvennólið, barnið okkar hörpu hún bríet brók, pabbahelgi, kl. 10 komið heim, 18 vaknað, tímalaus, pepperoni special, kjaftað og símarfundnir....... já bara ágætis helgi
bisous xxx